Endurmenntun: Jarðfræði Íslands

Eldgos er hafið að nýju á Reykjanesi og án efa margir sem hafa áhuga á að vita meira um jarðfræði og jarðsögu Íslands. Endurmenntun LBHÍ býður upp á 7 vikna námskeið sem hægt er að stunda í fjarkennslu þar sem fjallað er um jarðfræði og jarðsögu Íslands og farið yfir helstu ferli sem hafa áhrif á, og hafa haft áhrif á myndun og mótun landsins. 

Fjallað er um flekarek (opnun N-Atlantshafsins), möttulstrókinn, færslu gos- og rekbelta, megineldstöðvar og eldgos, upphleðslu jarðlaga, gliðnun landsins, jarðskjálfta og jarðhitasvæði. Einnig er fjallað um Ísaldir, útbreiðslu jökla, jökulhörfun, jökulrof, áflæði og afflæði og ummerki þessa.

Dæmi eru tekin um aðferðir sem notaðar hafa verið til að kortleggja jarðsögu Íslands, s.s. fornsegulsvið, steingervingafræði, setkjarna af landgrunni og stöðuvötnum og rætt um íslenskar bergtegundir og mismunandi ásýndir þeirra, sem og helstu náttúruaulindir landsins, bæði orkuauðlindir og hagnýt jarðefni.

Námskeiðið hefst 8. janúar og er hægt að stunda námið í staðnámi hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri eða horfa á upptökur af fyrirlestrum að kennslu lokinni. 

Skráning og nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar LBHÍ: https://endurmenntun.lbhi.is/jardfraedi-islands/

 

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image