Íslenskar mjólkurkýr í bás

Íslenskar mjólkurkýr í bás

Endurmenntun: beiðslisgreining og frjósemi mjólkurkúa

Til að hámarka afrakstur kúa reyna kúabændur að láta kýrnar bera einu sinni á ári. Þetta þýðir að kýrnar þurfa að festa fang um það bil 85 dögum eftir burð. Erfiðleikar við beiðslisgreiningu valda því að þetta markmið næst ekki alltaf. Mikil þróun hefur átt sér stað í sjálfvirkum búnaði sem getur veitt bændum dýrmætan stuðning við greiningu á beiðslum. Mikil vanhöld kálfa við 1. burð er vandamál á landsvísu. Allnokkur munur er þó á milli búa hvað þetta varðar.

Endurmenntun, í samstarfi við Búnaðarsamtök Vesturlands, Búnaðarsamband Suðurlands og Búnaðarsamband Eyjafjarðar heldur námskeið um beiðslisgreiningu og frjósemi mjólkurkúa. Þrjú námskeið verða haldin:

  • Föstudaginn 21. mars kl. 10-17, LbhÍ á Hvanneyri í Borgarfirði
  • Þriðjudaginn 25. mars kl. 10-17 að Stóra-Ármóti við Selfoss
  • Fimmtudaginn 3. apríl kl. 10-17, Óseyri 2, Akureyri

Námskeiðið hentar þeim sem vilja vera betur í stakk búin til að bæta það sem betur getur farið í búrekstrinum og snýr að því að koma kálfum í kýrnar.

Nánari upplýsingar og skráning á vef Endurmenntunar.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image