Skjáskot af vefsjá skurðakortanna.

Endurhnitun skurðakerfa landsins aðgengileg á nýrri vefsíðu

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur síðan haustið 2018 unnið að endurhnitun á skurðakerfi landsins. Markmiðið þeirrar vinnu er tvíþætt. Annars vegar að endurbæta eldra skurðakort sem byggði að mestu á gervihnattamyndum frá um 2004-8. Hins vegar að leggja mat á þær breytingar sem orðið hafa á skurðakerfinu milli þessara tveggja tímapunkta (2008-2018).

Eiginlegri hnitun lauk í maí 2019 og var sumrinu varið í að skoða nánar ýmis vafaatriði í hnituninni. Þeirri vinnu er ekki að fullu lokið og er þess vænst að hún klárist nú í sumar. Þar til yfirferð vafaatriða er lokið verður að skoða niðurstöðurnar sem birtast í vefsjánni sem verk í vinnslu. Engu að síður var ákveðið að gera kortið aðgengilegt til skoðunar, þeim sem áhuga hafa á. Þegar yfirferð vafaatriða er stefnt að því að gera skurðakortið aðgengilegt þeim sem vilja nýta sér það og jafnframt að óska eftir ábendingu þeirra sem til þekkja um það sem kann að þurfa lagfæringar við. 

Hér má sjá vefsíðuna [skurdkortalagning.lbhi.is

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image