Nemendur á háskóladegi

Eindagi skráningargjalda fyrir komandi skólaár

Búið er að taka upp kortagátt í Uglu vegna greiðslu skráningargjalda og því eru greiðsluseðlar ekki sendir í heimabanka. Nýnemar sem búnir eru að fá samþykktarbréf þurfa að skrá sig inn á sinn aðgang á samskiptagáttinni og greiða skráningargjöldin þar í gegn, https://ugla.lbhi.is/namsumsoknir/. Eldri nemendur sem hyggjast halda áfram sínu námi á komandi skólaári skrá sig inn á sinn aðgang á www.ugla.lbhi.is og velja þar bláa greiðsluborðann efst á forsíðunni til að ganga frá greiðslunni.

Eindagi skráningargjalda er 4. júlí. Kennsluskrifstofa óskar sem fyrr eftir því að nemendur sem ekki ætla að þiggja skólavist á komandi skólaári láti vita sem fyrst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem í einhverjum tilvikum er biðlisti inn á námsbrautir. 

Nánari upplýsingar hjá kennsluskrifstofu í síma 433 5000 eða kennsluskrifstofa hjá lbhi.is

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image