Hestamiðstöðin Mið-Fossum

Efling starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands með kaupum á Mið-Fossum

Gengið hefur verið frá kaupum á jörðinni Mið-Fossum fyrir starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands. Skólinn hefur haft á leigu aðstöðu hestamiðstöðvarinnar á Mið-Fossum síðan 2006 og leigt af Ármanni Ármannssyni og fjölskyldu sem byggði aðstöðuna upp á sínum tíma. Á jörðinni er hesthús með plássi fyrir um 70 hross, reiðskemma og vélaskemma ásamt reiðvöllum utanhúss og góðum reiðleiðum. Þessi aðstaða efldi aðstöðu skólans til verklegrar kennslu í reiðmennsku og hestatengdum áföngum sem og námskeiðshaldi mikið ásamt því að nýtast fyrir hestatengda viðburði í héraðinu.

Mið-Fossar hafa verið á sölu undanfarið en nú hefur ríkið tryggt skólanum aðstöðuna með kaupum á jörðinni . Það er mikill fengur fyrri hestafræðina og tengdar greinar við skólann, en tengist einnig framþróun annarra greina s.s. á sviði jarðræktar og umhverfisvísinda og auknu alþjóðlegu samstarfi. Mið-Fossar bjóða upp á  gott jarðnæði sem skapar ný tækifæri til sóknar og þegar liggja fyrir tillögur um vistheimtarverkefni og beitartilraunir í tengslum við búrekstur skólans. Ávinningurinn af þessum kaupum snertir því marga þætti landbúnaðar og mun nýtast skólanum og samfélaginu öllu til framtíðar.

Í upphafi árs hóf Guðbjartur Þór Stefánsson störf sem umsjónarmaður hestamiðstöðvar LbhÍ að Mið-Fossum. Guðbjartur er reiðkennaramenntaður frá Háskólanum á Hólum ásamt því að hafa starfsmenntunarpróf í húsasmíði. Þá hefur Randi Holaker verið ráðin sem verkefnastjóri Reiðmannsins hjá Endurmenntun LbhÍ og kemur hún einnig að kennslu í reiðmennsku og hestafræðum hjá skólanum.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image