Efling samstarfs í sauðfjárrækt á Grænlandi

Hópurinn að lokinni heimsókn í aðalbyggingu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri áður en haldið var í skoðunarferð á bú skólans.

Efling samstarfs í sauðfjárrækt á Grænlandi

Það var heiður að taka á móti góum gestum frá Kujalleq á suður Grænlandi í síðustu viku sem sótti heim Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Í Kujalleq er kennd sauðfjárrækt og hefur sauðfjárbúskapur á Grænlandi notið góðs af samskiptum við íslenska sérfræðinga á sviðinu frá upphafi sauðfjárræktar á Grænlandi. Þá hafa einnig ungir bændur frá Grænlandi sótt þjálfun og menntun í sauðfjárrækt á Íslandi. Með þessari heimsókn er verið að endurvekja þessi tengsl og hefja ný samstarfsverkefni og samvinnu og tóku rektor og starfsfólk LbhÍ á móti bæjarstjóra Kujalleq Stine Egede, Tine Pars bæjarritari, Sten Lund atvinnuráðgjafi sveitafélagins, Hans Hansen landbúnaðarráðunautur, Mogens Humlekrig Greve frá Árósarháskóla og Tove Søvndahl Gant aðalræðismaður Grænlands á Íslandi.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image