Erla Sturludóttir hóf störf sem lektor í jarðrækt við skólann í haust.

Efling mannauðs við skólann

Erla Sturludóttir nýr lektor í jarðrækt hóf störf nú í haust en hún lauk námi í umhverfis- og náttúrufræði frá LBHÍ árið 2008 og hóf að því loknu meistaranám í tölfræði við HÍ en vann verkefnið hjá LBHÍ sem snéri að uppskeru og fóðurgæðum í grasa- og smárablöndum. Að því námi loknu var stefnan sett á doktorsnám í tölfræði þar sem rannsóknarefnið var tengt náttúru og umhverfisfræðum. Þar þróaði Erla tölfræðiaðferðir til að greina breytingar í vöktunarmælingum og kannaði hvernig mengun hefur verið að breytast í hafinu í kringum Ísland undanfarna áratugi ásamt því að þróa stofnlíkan fyrir rjúpnastofninn og skoða hvernig breytt veiðstjórnun hefur haft áhrif á hann.

Áður en Erla hóf störf við LBHÍ hafði hún stöðu nýdoktors við HÍ þar sem hún vann að Evrópuverkefnum tengdri vistfræðilegri nálgun við fiskveiðistjórnun. Hennar helsta hlutverk í þeim verkefnu var að gera vistkerfislíkan af hafinu í kringum Ísland. Erla hefur því breiðan bakgrunn á sviði náttúru- og umhverfisfræða sem og landbúnaðar og mun þekking hennar á tölfræði nýtast einstaklega vel við hin ýmsu rannsóknarverkefni sem skólinn kemur að ásamt kennslu. Starfið hefur farið vel af stað og mörg spennandi verkefni framundan, bæði í jarðræktinni þar sem nýr tækjakostur gefur tækifæri á öflugri rannsóknum á því sviði en einnig í umhverfisfræðum. 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image