Starfshópur á vegum Matvælaráðuneytisins, skipaður starfsmönnum LBHÍ, vinnur nú að aðgerðaráætlun um eflingu kornræktar á Íslandi. Eitt af hlutverkum hópsins er að kynna sér sögu, rekstur og aðferðafræði kornsamlaga og plöntukynbótastöðva erlendis.
Hópurinn brá sér til Noregs í síðustu viku til að kynna sér kornsamlagið Felleskøpet og plöntukynbótamiðstöðina Graminor. Ferðin tókst afar vel til og kom íslenski hópurinn margs vísari aftur heim.