Ragn­heiður Inga Þór­ar­ins­dótt­ir, nýr rektor Land­búnaðar­há­skóla Íslands, og Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra. Ljós­mynd/​Mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið

Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir tekur til starfa

Við bjóðum Dr. Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur velkomna til starfa en hún hefur verið skipuð rektor Landbúnaðarháskóla Íslands til fimm ára frá 1. janúar 2019. Ragnheiður er verkfræðingur að mennt og var áður framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar Svinna-verkfræði sem sinnt hefur ráðgjöf á sviðum umhverfismála, nýsköpunar og rannsókna. Ragnheiður er með doktorspróf frá Danska Tækniháskólanum og lauk MBA-prófi frá Háskóla Íslands. Hún hefur gegnt stöðu gestaprófessors og gestadósents við Umhverfis- og byggingaverkfræðideild Háskóla Íslands og var aðstoðarorkumálastjóri Orkustofnunar á árunum 2005-2009. Ragnheiður hefur aukinheldur sinnt ýmsum stjórnar- og nefndarstörfum, m.a. fyrir Rannís, Háskóla Íslands, Matís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Evrópusambandið og Norska rannsóknaráðið. 

Á myndinni má sjá Ragn­heiði Ingu Þór­ar­ins­dótt­ir taka við skipun frá Lilju Dögg Al­freðsdótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra. Ljós­mynd/​Mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image