Við bjóðum Dr. Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur velkomna til starfa en hún hefur verið skipuð rektor Landbúnaðarháskóla Íslands til fimm ára frá 1. janúar 2019. Ragnheiður er verkfræðingur að mennt og var áður framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar Svinna-verkfræði sem sinnt hefur ráðgjöf á sviðum umhverfismála, nýsköpunar og rannsókna. Ragnheiður er með doktorspróf frá Danska Tækniháskólanum og lauk MBA-prófi frá Háskóla Íslands. Hún hefur gegnt stöðu gestaprófessors og gestadósents við Umhverfis- og byggingaverkfræðideild Háskóla Íslands og var aðstoðarorkumálastjóri Orkustofnunar á árunum 2005-2009. Ragnheiður hefur aukinheldur sinnt ýmsum stjórnar- og nefndarstörfum, m.a. fyrir Rannís, Háskóla Íslands, Matís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Evrópusambandið og Norska rannsóknaráðið.
Á myndinni má sjá Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttir taka við skipun frá Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Ljósmynd/Mennta- og menningarmálaráðuneytið