Doktorsvörn Heiðrúnar Sigurðardóttur í búvísindum

Doktorsvörn Heiðrúnar Sigurðardóttur í búvísindum

Heiðrún Sigurðardóttir ver doktorsritgerð sína Erfðafræðilegur grunnur gangtegunda íslenska hestsins við Landbúnaðarháskóla Íslands, LbhÍ og Sænska Landbúnaðarháskólann SLU. 

Doktorsverkefnið er samstarfsverkefni milli LbhÍ og SLU sem Heiðrún hefur unnið að síðan í nóvember 2019, og var að hluta til með aðstöðu hjá LbhÍ á Keldnaholti og að hluta til hjá SLU Í Uppsala. Leiðbeinandi Heiðrúnar hjá LbhÍ er Dr. Þorvaldur Kristjánsson og hjá SLU Dr. Susanne Eriksson. Þar að auki eru Dr. Gabriella Lindgren (SLU), Dr. Marie Rhodin (SLU) og Dr. Elsa Albertsdóttir (sjálfstætt starfandi) meðleiðbeinendur.

Andmælendur eru Dr. Ernest Bailey, prófessor við M.H. Gluck Equine Research Center, University of Kentucky, US, og Dr. Kathrin Stock við VIT stofnunina í Þýskalandi.

Vörnin fer fram fimmtudaginn 30. janúar við SLU í Uppsala, Svíþjóð, milli kl. 8 og 11 að íslenskum tíma og verður streymt beint á vefnum í gegnum Zoom. Hlekkur hér

 

Ritgerðin hefur verið gerð opinber inni á opinvisindi.is - https://hdl.handle.net/20.500.11815/5222

 

Föstudaginn 31. janúar, milli kl. 8 og 11 að íslenskum tíma, verður haldin málstofa í tilefni varnarinnar þar sem andmælendur halda erindi. Málstofan er opin öllum áhugasömum og verður líklega aðgengileg í gegnum Zoom. Hlekkur kemur hér.

Vörnin er opin öllum.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image