Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir því að ráða deildarfulltrúa á kennsluskrifstofu skólans. Um er að ræða fullt starf.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Þjónusta og upplýsingagjöf til nemenda og kennara
-
Samræming og samþætting kennslu í samvinnu við kennara
-
Samstarf við utanaðkomandi aðila er tengjast kennslu og leiðbeiningu lokaverkefna
-
Vinna við ýmis kerfi og gagnagrunna sem tengjast nemendabókhaldi, upplýsingamiðlun, framkvæmd kennslu, prófa og útskrift nemenda
-
Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
-
Haldgóð reynsla af verkefnastjórnun og upplýsingamiðlun
-
Reynsla og þekking á notkun upplýsingakerfa og gagnagrunna
-
Góð samskiptahæfni
-
Góð kunnátta í ritaðri og talaðri íslensku sem og ensku
-
Heiðarleiki og nákvæmni í vinnubrögðum
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.06.2024
Nánari upplýsingar veitir
Álfheiður B Marinósdóttir,
Sími: 433 5000
Guðmunda Smáradóttir,
Sími: 433 5000