Charlotta Oddsdóttir við störf. Ljósmynd Sigurbjörg Þorsteinsdóttir

Charlotta Oddsdóttir nýr gestalektor

Image
Jón Guðmundsson lektor við LbhÍ og Charlotta Oddsdóttir nýr gestalektor. Ljósmynd LbhÍ

Undirritaður hefur verið gestalektorssamningur við Charlottu Oddsdóttir og bjóðum við hana innilega velkomna til starfa.

Charlotta er með doktorsgráðu í dýralækningum á sviði frjósemisvandamála hjá hryssum og starfar sem verkefnisstjóri rannsóknaverkefna á meinafræðideild Keldna. Charlotta var á árunum 2015-2018 lektor í líffræði búfjár við LbhÍ og hefur sinnt stundakennslu við skólann um árabil. Charlotta hefur einnig verið leiðbeinandi BSc- og MSc verkefna. Áður hefur Charlotta starfað við almennar dýralækningar á Hellu og sem opinber dýralæknir hjá Matvælastofnun, auk þess sem hún er formaður Dýralæknafélags Íslands. 

Helstu áherslur Charlottu í rannsóknum eru meinafræði sjúkdóma hjá sauðfé og hrossum, frjósemi hrossa og sauðfjár, sýklalyfjaónæmi hjá bakteríum og sníkjudýrum o.fl. Charlotta hefur fjölbreytta starfsreynslu og er virkur þátttakandi í mótun nýrra rannsóknaverkefna út frá þörfum íslenskrar búfjárræktar.

Ég er mjög þakklát fyrir að geta starfað áfram með því góða fólki sem starfar hjá Landbúnaðarháskólanum enda er nauðsynlegt að efla rannsóknir í búfjárfræðum og viðhalda þeirri þekkingu sem hefur orðið til á undanförnum áratugum. Mikilvægt er að efla samskipti og  rannsóknatengsl milli íslenskra stofnana sem vinna með heilsufar búfjár og heilnæmi búfjárafurða" segir Charlotta að lokum.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image