Bústjóraskiptin fóru fram við aðalfund Hvanneyrarbúsins

Bústjóraskiptin fóru fram við aðalfund Hvanneyrarbúsins þar sem Jóhannes var boðinn velkominn og Agli voru þökkuð framúrskarandi störf síðastliðin 10 ár

Bústjóraskipti á Hvanneyrarbúinu

Jóhannes Kristjánsson tekur við í dag af Agli Gunnarssyni sem bústjóri Hvanneyrarbúsins. Aðalfundur Hvanneyrarbúsins fór fram í gær þar sem farið var yfir skýrslu stjórnar og formleg bústjóraskipti fóru fram auk venjulegra aðalfundarstarfa.

Viðstaddir fundinn voru Egill Gunnarsson fráfarandi bústjóri, Jóhannes Kristjánsson nýr bústjóri, Pétur Diðriksson stjórnarmeðlimur, Theodóra Ragnarsdóttir rekstrarstjóri LbhÍ, Gunnar Viðar Gunnarsson umsjónarmaður fasteigna LbhÍ, Jóhannes Sveinbjörnsson dósent, Björn Ingi Ólafsson fjósameistari, Eyjólfur Kristinn Örnólfsson aðjúnkt og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor auk Björns Þorsteinssonar prófessors, Eyþórs Einarssonar og Oddnýju Steinu Valsdóttur stjórnarmeðlimir, og Davíðs Arnar Einarssonar frá Grant Thornton sem voru í fjarfundi.

Þá í lok fundar var Agli þakkað fyrir framúrskarandi störf sem bústjóri síðast liðin 10 ár og Jóhannes boðinn innilega velkominn til starfa.

Jóhannes Kristjánsson og Egill Gunnarsson í lok fundar

 

 

Skýrsla stjórnar og nánari upplýsingar um Hvanneyrarbúið og kennslubú skólans.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image