Búfræðinemar framleiða markaspil í fjáröflunarskyni

Annars árs nemar í búfræði við LbhÍ hafa framleitt Markaspilið sem er spennandi spil fyrir alla sem hafa áhuga á landinu og búskap. Markaspilið er samstæðuspil þar sem hægt er að læra eyrnamerkingar og markaheiti á íslensku sauðfé með jákvæðum og skemmtilegum leik. Spilastokkurinn inniheldur 82 spil, eða 41 samstæðu af eyrnamerkingu.

Útskriftarbekkurinn ákvað að setja spilið í framleiðslu til fjáröflunar fyrir útskriftarferði sína næsta sumar. Þau stefna á að fara til Belgíu, Lúxemborgar og Frakklands til að kynna sér fjölbreyttan búskap og landbúnaðarfyrirtæki til að efla vitund á sviði landbúnaðar. Þau eru 25 búfræðinemarnir sem útskrifast í vor og stefna þau langflest á búskap.

Síðustu ár hafa búfræðinemar við LbhÍ notast við sérútbúið Markaspil við undirbúning fyrir markaprófið sem er hluti af námskeiði í sauðfjárrækt. Hægt er að segja að samvinna sé á milli deilda í skólanum við hönnuður nýja spilsins er Anna Kristín Guðmundsdóttir, nemi í umhverfisskipulagi við LbhÍ.

Einar Dan Jepsen, ættaður frá Hofsá í Svarvaðardal, er mjög ánægður með viðtökurnar sem spilið hefur fengið. Pantanir streyma inn og lítur allt út fyrir að upplagið klárist.

“Við erum er mjög ánægð með hvernig salan hefur gengið, þetta verður jólagjöfin í ár á öllum sveitaheimilum.“ segir Einar.

Hægt er að panta spil á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  og kostar spilið mun kosta 1800 krónur, en 2000 kr með sendingarkostnaði. Frekari upplýsingar er að finna inn á Facebook síðu Markaspilsins. Andvirði sölunnar rennur óskipt í ferðasjóð.

Eyjólfur Kristinn Örnólfsson hefur umsjón með sauðfjárræktarkennslunni í búfræði og kennir m.a. eyrnamörkin. Bekkurinn ákvað því að gefa honum fyrsta stokkinn. Hér á myndinni má sjá Önnu Kristínu, Einar Dan og Eyjólf með fyrstu stokkana í hönd.

Háskóli Íslands

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image