Brautskráning Landbúnaðarháskóla Íslands 2024

Brautskráning Landbúnaðarháskóla Íslands 2024

Brautskráð var í dag við hátíðlega athöfn frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Við óskum öllum brautskráðum og aðstandendum þeirra innilega til hamingju með daginn. Athöfnin fór fram fram í Hjálmakletti í Borgarnesi og var svo boðið til kaffisamsætis á Hvanneyri að athöfn lokinni.

Að þessu sinni stóð Tabea Elisabeth Schneider heilt yfir efst á B.S. prófi en hún var að brautskrást úr landslagsarkitektúr með einkuninna 8,97. Hæðstu einkunn í ár á búfræðiprófi hlaut Lára Guðnadóttir. Verðlaun voru einnig veitt fyrir bestan árangur fyrir B.S. lokaverkefni og voru þar jöfn með einkuninna 9,7 Tabea Elisabeth Scheider og Magnús Guðbergur Jónsson Núpan sem bæði brautskráðust úr landslagsarkitektúr. 

Athöfninni stýrði Guðmunda Smáradóttir og flutti Ragnheiður I. Þórarinsdóttir ræðu fyrir brautskráða og afhenti skírteini. Ásta Marý Stefánsdóttir flutti nokkur lög í athöfninni við undirleik Viðars Guðmundssonar og spilaði Daniele Stefano á píanó fyrir athöfnina.

 

Brautskráning úr starfsmenntanámi

Alls voru 22 nýir búfræðingar sem settu upp húfur í dag og tveir garðyrkjufræðingar. Helgi Eyleifur Þorvaldsson námsbrautarstjóri brautskráði sína nemendur og veitti verðlaun fyrir góðan árangur. 

Fyrir bestan árangur á búfræðiprófi hlaut Lára Guðnadóttir verðlaun gefin af Bændasamtökum Íslands. Fyrir frábæran árangur í búfjárræktargreinum hlaut Sunna Lind Sigurjónsdóttir verðlaun gefin af RML. Fyrir frábæran árangur í hagfræðigreinum fékk Lára Guðnadóttir verðlaun gefin af Búnaðarsamtökum Vesturlands. Fyrir frábæran árangur í bútæknigreinum hlaut Vésteinn Valgarðsson verðlaun gefin af Líflandi. Verðlaun fyrir frábæran árangur í námsdvöl hlaut Sunna Lind SIgurjónsdóttir verðlaun gefin af Minningarsjóði Hjartar Snorrasonar og Ragnheiðar Torfadóttur.

 

Brautskráning af háskólabrautum

Landbúnaðarháskólinn brautskráði nemendur af fimm brautum til BS náms og eru það búvísindi, hestafræði, landslagsarkitektúr, náttúru- og umhverfisfræði og skógfræði auk nemenda úr meistaranámi í skipulagsfræði, einstaklingsmiðuðu rannsóknarnámi og umhverfisbreytingum á norðurslóðum sem og doktorsnámi. Nemendur af háskólabrautum hlutu einnig viðurkenningar fyrir góðan námsárangur.

Anna Guðrún Þórðardóttir námsbrautarstjóri Í búvísindum veitti Eydísi Ósk Jóhannesdóttur og Mörtu Stefánsdóttur verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi af búvísindabraut en gefandi þeirra eru Bændasamtök Íslands. Steindóra Ólöf Haraldsdóttir brautskráðist af hestafræðibraut og hlaut verðlaun gefin af Kaupfélagi Borgfirðinga. Tíu nemendur alls brautskráðust úr búvísindum og einn úr hestafræði.

Í landslagsarkitektúr luku 11 nemendur prófi og hlaut Tabea Elisabeth Scneider verðlaun fyrir góðan árangur á B.S. prófi í landslagsarkitektúr sem gefin eru af Félag Íslenskra Landslagsarkitekta. Hermann Georg Gunnlaugsson námsbrautarstjóri veitti skírteini og verðlaun ásamt rektor.

Í náttúru- og umhverfisfræði tóku átta nemendur á móti skirteinum og fékk Anna Björg Sigfúsdóttir verðlaun gefin af Hinu íslenska náttúrufræðifélagi fyrir góðan árangur á BS prófi. Fanney Ósk Gísladóttir námsbrautarstjóri afheinti skírteini og verðlaun ásamt rektor.

Í skógfræði hlaut Narfi Hjartarson verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi og gefandi er Skógræktarfélag Íslands. Jóhanna Bergrúnar Ólafsdóttir namsbrautarstjóri veitti skírteini og verðlaun ásamt rektor en einn nemandi brautaskráðist þar.

 

Brautskráning úr framhaldsnámi

Úr meistaranámi brautskráðust 17 nemendur úr skipulagsfræði, rannsóknamiðuðu meiðstaranámi og umhverfisbreytingum á norðurslóðum. Fyrir góðan árangur á M.S. prófi í skipulagsfræðum hlutu Díana Berglind Valbergsdóttir og Valdís Vilmarsdóttir verðlaun gefin af Skipulagsfræðingafélagi Íslands. Fyrir frábæran árangur á M.S. prófi í umhverfisbreytingum á norðurslóðum hlaut Franklin Harris verðlaun gefin af Landbúnaðarháskóla Íslands og fyrir frábæran árangur á M.S. prófi í rannsóknamiðuðu meistaranámi hlaut Kári Freyr Lefever verðlaun gefin af Landbúnaðarháskóla Íslands.

Þá lauk Maria Wilke doktorsprófi í skipulagsfræði á árinu.

 

Styrkveitingar úr Blikastaðasjóð

Úthlutað var úr Blikastaðasjóði við brautskráninguna í dag. Sunna Skeggjadóttir fékk styrk að upphæð 500.000 kr. til meistaraverkefnis á sviði jarðræktar við Landbúnaðarháskóla Íslands. Rektor, stjórnarformaður sjóðsins afhenti styrkinn og bar góðar kveðjur frá Magnúsi Sigsteinssyni fulltrúa stofnenda sjóðsins í stjórn.

Við óskum öllum innilega til hamingju með daginn!

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image