Hópurinn að lokinni athöfn í Hjálmakletti

Brautskráning búfræðinga og nemenda úr grunn- og framhaldsnámi

Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor veitir Þórdísi Þórarinsdóttur verðlaun fyrir góðan árangur á M.S. prófi.
Esther Marloes Kapinga fékk verðlaun fyrir bestan árangur heilt yfir á B.S. prófi.
Guðmunda Smáradóttir mannauðs- og gæðastjóri stýrði athöfninni.

Í dag föstudaginn 5. Júní 2020 útskrifuðust búfræðingar og nemendur úr grunn- og framhaldsnámi við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti í Borgarnesi. Guðmunda Smáradóttir mannauðs- og gæðastjóri stýrði athöfninni og flutti Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor ávarp. Rektor bauð viðstadda velkomna og stiklaði á stóru í starfsemi skólans þetta skólaárið og stefnu skólans til framtíðar.  

Brautskráning markar stór tímamót. Ákveðnu verkefni er lokið og nýjar dyr opnast. Þá þarf að ákveða um hvaða dyr skal haldið næst. Við höfum öll orðið vör við jákvæðu umræðuna á undanförnum vikum og mánuðum um hvernig horft er til tækifæra innan landbúnaðarins, sjálfbærra nýtingar náttúruauðlinda, umhverfis- og loftslagsmála, skipulags og hönnunar. Huga þarf að því að tryggja fæðuöryggi landsins til framtíðar samhliða því að auka náttúruvitund, efla nýsköpun og huga jafnframt að útflutningstækifærum. Þið kæru kandídatar og búfræðíngar eruð rétta fólkið á réttum tíma og á réttum stað. Ljóst er að matvælaframleiðsla verður eitt af stóru viðfangsefnum framtíðarinnar. Sérstakri ráðherranefnd var falið að móta matvælastefnu sem taki meðal annars til eflingar íslenskrar matvælaframleiðslu, samspils matvælaframleiðslu og loftslagsbreytinga, tengsl mataræðis og lýðheilsu sem og aukinnar umhverfismeðvitundar og neytendaverndar. Tækifærin liggja ekki síst í framþróun sjálfbærrar, heilnæmrar og ábyrgrar matvælaframleiðslu, sem aftur byggir á fjölbreytileika vistkerfa og jafnvægi þeirra í náttúrunni.“ sagði Ragnheiður I. Þórarinsdóttur til nemenda í lok ávarps.

Að loknu ávarpi og tónlistaratriðis kom Eyjólfur Kristinn Örnólfsson brautarstjóri búfræði í pontu og útskrifaði 24 nýja búfræðinga. Að þessu sinni hlaut Karl Vernharð Þorleifsson verðlaun fyrir frábæran árangur í nautgriparækt, sauðfjárrækt, bútæknigreinum og hagfræðigreinum. Verðlaun gefa LK, LS, Lífland og Búnaðarsamtök Vesturlands. Morgunblaðsskeifuna hlaut Vildís Þrá Jónsdóttir en vegna kórónaveirufaraldursins var hún ekki afhent á skeifudegi eins og venja er. Þorvaldur Ragnar Þorbjarnarson fékk verðlaun fyrir frábæran árangur í verknámsdvöl en gefendur þeirra verðlauna eru Minningarsjóður Hjartar Snorrasonar og Ragnheiðar Torfadóttur. Karl Vernharð Þorleifsson hlaut einnig verðlaun fyrir bestan árangur á búfræðiprófi og gefa Bændasamtök Íslands þau verðlaun, Karl Vernharð hlaut að lokum einnig verðlaun fyrir bestan árangur á lokaverkefni. 

Birna Kristín Baldursdóttir brautarstjóri búvísinda veitti Teiti Sævarssyni verðlaun fyrir bestan árangur á B.S. prófi í búvísindum sem gefin eru af Bændasamtökum Íslands. Kristín Pétursdóttir brautarstjóri landslagsarkitektúrs veitti Elínu Erlu Káradóttur verðlaun fyrir bestan árangur á B.S. prófi í landslagsarkitektúr sem gefin eru af Félagi Íslenskra Landslagsarkitekta. Bjarni Diðrik Sigurðsson brautarstjóri skógfræði veitti Halli S. Björgvinssyni verðlaun fyrir bestan árangur á B.S. prófi í skógfræði sem gefin af Skógræktinni. Ragnhildur Helga Jónsdóttir brautarstjóri náttúru- og umhverfisfræði veitti Esther Marloes Kapinga verðlaun fyrir bestan árangur á B.S. prófi í náttúru- og umhverfisfræðum sem gefin eru af Hinu íslenska náttúrufræðifélagi. 

Þrír nemendur voru að þessu sinni jafnir með hæðstu einkun fyrir lokaverkefni þau Esther Marloes Kapinga (náttúru og umhverfisfræði), Hallur S. Björgvinsson (skógfræði) og Teitur Sævarsson (búvísindi) öll með 9,5 í vitnisburð og voru þau öll verðlaunuð. Verðlaun fyrir bestan árangur á B.S. prófi heilt yfir féllu í hlut Esther Marloes Kapinga.

Bjarni Diðrik Sigurðsson umsjónamaður meistaranáms við LbhÍ veitti verðlaun fyrir góðan árangur í rannsóknamiðuðu M.S. námi og hlaut þau Þórdís Þórarinsdóttir af búvísindabraut. Gefandi þeirra verðlauna er Félag íslenskra búfræðikandidata. Bjarki Jóhannesson brautarstjóri skipulagsfræða veitir Guðrúnu Láru Sveinsdóttur verðlaun fyrir frábær árangur á M.S. prófi í skipulagsfræðum.

Að lokinni brautskráningu voru veittir styrkir úr tveimur sjóðum, annars vegar veitti Geirlaug Þorvaldsdóttur fulltrúi stofnenda Framfarasjóðs Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar Hönnu Valdísi Guðjónsdóttur styrk til framhaldsnáms en hún hóf MS nám í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands síðast liðið haust. Seinni veitingin var úr Blikastaðasjóði. Magnús Sigsteinsson, einn af stofnendum sjóðsins veitti Heiðrúnu Sigurðardóttur styrk að upphæð einnar milljón króna en hún hóf doktorsnám við Landbúnaðarháskóla Íslands síðast liðið haust. Verkefni hennar heitir Exploring the genetic regulation of ability and quality of gaits in Icelandic horses og mun í grófum dráttum miða að því að auka þekkingu á erfðafræðilegum grunni gangtegunda íslenska hestsins. 

Við athöfnina fluttu Eva Margrét Jónudóttir og Jón Snorri Bergsson nokkur lög og spilaði Pétur Snær Ómarsson á flygil við upphaf hennar. Að lokinni athöfn var safnast saman í hópmyndatöku og kaffiveitingar í boði í Ásgarði á Hvanneyri. Við óskum öllum innilega til hamingju með daginn. 

Þá hefur skólinn brautskráð alla nemendur sem luku námi 2020 en 30. maí s.l. útskrifuðust nemendur af garðyrkjubrautum frá Hveragerðiskirkju. Sjá nánar hér.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image