Hermann Georg Gunnlaugsson ver meistararitgerð sína í skipulagsfræði

Borgin frá sjónarhorni barna. Áhrif þéttingar byggðar á leikskólalóðir, umhverfi leikskóla og deiliskipulagsáætlanir

Borgin frá sjónarhorni barna. Áhrif þéttingar byggðar á leikskólalóðir, umhverfi leikskóla og deiliskipulagsáætlanir þeirra er heiti meistararitgerðar Hermanns Georg Gunnlaugssonar

Hermann Georg Gunnlaugsson ver meistararitgerð sína í skipulagsfræði við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands sem nefnist „BORGIN FRÁ SJÓNARHORNI BARNA Áhrif þéttingar byggðar á leikskólalóðir, umhverfi leikskóla og deiliskipulagsáætlanir ”.

Meistaranámsnefndin er skipuð af dr. Sigríði Kristjánsdóttur dósent og námsbrautarstjóra meistaranáms í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands og dr. Guðrúnu Öldu Harðardóttur í leikskólafræðum, framkvæmdastjóra Sigöldu sem rekur leikskólann Aðalþing í Kópavogi. Guðrún er jafnframt fyrrverandi dósent og brautarstjóri við Háskólann á Akureyri. Prófdómari er Erna Kristín Blöndal lögfræðingur og skrifstofustjóri barna- og fjölskyldumála í félagsmálaráðuneytinu.

Athöfnin fer fram 29. maí 2019 í salnum Sauðafell á 3. hæð í Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti, Reykjavík og hefst kl. 14:00. Allir velkomnir!

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er mikilvægur samningur um réttindi barna og samofinn starfsumhverfi leikskóla á Íslandi.
Löggjöfin, reglugerðir og aðalnámsskrá leikskóla setur jafnframt skýran ramma fyrir námsumhverfi leikskóla á Íslandi. Hvort sveitarfélögin standi vörð um þau réttindi með þéttingu byggðar er spurning.

Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvort ástæður fyrir uppreisn fagfólks gegn neikvæðri þróun á aðstæðum leikskóla barna í Svíþjóð geti endurtekið sig í Reykjavík. Er skipulagið unnið með tillit til þarfa barnsins? Hvort rými fyrir börn sé að verða of lítið. Er útisvæðum barna við leikskóla fórnað þegar byggð er þétt?

Greiningar á umfjöllun í íslenskum skipulagsáætlunum um þarfir og réttindi barna eru sláandi, en aðeins örlar á nýjum áherslum við gerð hverfisskipulags í Reykjavík.
Fyrir 40 árum voru ákvæði um ekki minna en 20 m² útisvæði á hvert barn. Með setningu nýrrar löggjafar árið 2008, endurskoðun reglugerðar um starfsumhverfi leikskóla árið 2009 og nýrri aðalnámsskrá leikskóla árið 2011 var fallið frá stærðarákvæðum í eldri reglugerðum. Í nýjustu reglugerð eru engin stærðar viðmið lengur. Sænsk viðmið um útileiksvæði skilgreina 40 m² á hvert barn og að virka leiksvæðið sé aldrei minna en 3.000 m². Rannsóknir undirstrika þó að stærðir útisvæðanna eru ekki lykilatriðið, og hugtakið virknikostir (e. affordance) er mælikvarði sem er notaður til að skilgreina eiginleika umhverfis og landslagsgerð á leikskólalóðinni og nágrenni leikskóla sem bjóða börnunum upp á fjölbreyttar aðstæður til leikja, áskoranir og örvandi leikumhverfi.

Nýjasta vinnuaðferðin í Svíþjóð og hugmyndafræðin „borgin í augnhæð“ í Stokkhólmi er að greina áhrif skipulagsáætlana á umhverfi barna með þverfaglegum áherslum út frá þörfum og réttindum barna. Það er á ábyrgð sveitarfélaga, annarra stjórnvalda og foreldranna að gera það sem er barninu fyrir bestu og farið er að nota áhrifagreiningu barna í skipulagsáætlunum og borgaskipulagi.

Niðurstöður þessa verkefnis sýna að við þurfum að gera betur til að standa vörð um réttindi barna þegar kemur að leikumhverfi leikskólabarna og nágrenni leikskóla.
Til þess þarf hugarfarsbreytingu og endurskoða þá löggjöf, reglugerðir og aðra umgjörð sem styður við starfsumhverfi leikskólabarna á Íslandi. 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image