Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ásamt skýrsluhöfundum, Agli Gautasyni, Hrannari Smára Hilmarssyni og Helga Eyleifi Þorvaldssyni að lokinni kynningu og spurningum úr sal. Ljósmynd Sigurjón Ragnar / stjornarradid.is

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ásamt skýrsluhöfundum, Agli Gautasyni, Hrannari Smára Hilmarssyni og Helga Eyleifi Þorvaldssyni að lokinni kynningu og spurningum úr sal. Ljósmynd Sigurjón Ragnar / stjornarradid.is

Bleikir Akrar - opinn kynningarfundur á nýrri skýrslu um eflingu kornræktar

Fjölmennt var á opnum fundi sem var haldinn á vegum matvælaráðuneytsins á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Þar var kynnt ný skýrsla sem hópur sérfræðinga frá Landbúnaðarháskóla Íslands vann að beiðni Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um eflingu kornræktar á Íslandi. Segir í frétt frá Stjórnarráðinu.

Helgi Eyleifur Þorvaldsson, aðjúnkt og brautastjóri búfræðibrautar hjá LbhÍ kynnti skýrsluna af hálfu hópsins og sat fyrir svörum ásamt þeim Agli Gautasyni, lektor við deild ræktunar og fæðu hjá LbhÍ og Hrannari Smára Hilmarssyni, tilraunastjóri í jarðrækt hjá LbhÍ.

„Þessi skýrsla er lykilgagn til þess að við getum tekið fyrstu skrefin í átt að eflingu kornræktar í landinu og þar með styrkt fjölbreyttari matvælaframleiðslu, aukið bindingu gróðurhúsalofttegunda og eflt hringrásarhagkerfið,“ sagði matvælaráðherra. „Það sem vakti mína athygli er að í skýrslunni er ekki tekin varnarstaða, heldur sett fram stórhuga áform um sókn til að við sem þjóð getum stuðlað að auknu fæðuöryggi“.

Fundinum var streymt og hægt er að sjá upptökuna

Skýrsla um eflingu kornræktar á Íslandi

Myndir Sigurjón Ragnar / Stjornarradid.is

Fjölmennt á opnum kynningarfundi á nýrri skýrslu um eflingu kornræktar - mynd úr myndasafni númer 1
Fjölmennt á opnum kynningarfundi á nýrri skýrslu um eflingu kornræktar - mynd úr myndasafni númer 2
Fjölmennt á opnum kynningarfundi á nýrri skýrslu um eflingu kornræktar - mynd úr myndasafni númer 3
Fjölmennt á opnum kynningarfundi á nýrri skýrslu um eflingu kornræktar - mynd úr myndasafni númer 4
Fjölmennt á opnum kynningarfundi á nýrri skýrslu um eflingu kornræktar - mynd úr myndasafni númer 5
Fjölmennt á opnum kynningarfundi á nýrri skýrslu um eflingu kornræktar - mynd úr myndasafni númer 6
Fjölmennt á opnum kynningarfundi á nýrri skýrslu um eflingu kornræktar - mynd úr myndasafni númer 7
Fjölmennt á opnum kynningarfundi á nýrri skýrslu um eflingu kornræktar - mynd úr myndasafni númer 8
Fjölmennt á opnum kynningarfundi á nýrri skýrslu um eflingu kornræktar - mynd úr myndasafni númer 9
Fjölmennt á opnum kynningarfundi á nýrri skýrslu um eflingu kornræktar - mynd úr myndasafni númer 10
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image