Auglýst eftir sérfræðingi í rannsóknir á plöntusjúkdómum og sjúkdómsþoli í byggi

Landbúnaðarháskóla Íslands  Auðlindadeild  (LbhÍ) auglýsir eftir sérfræðingi í rannsóknir á plöntusjúkdómum og sjúkdómsþoli í byggi.

Verkefnið miðar að því að kortleggja breytileika í byggi sem áhrif hafa á sjúkdómsþol með það að markmiði að hagnýta niðurstöðurnar í kynbótum. Það tengist þróun á íslenskum byggyrkjum og verður unnið í samstarfi við norræna sérfræðinga á þessu svið. Verkefnið  nýtur fjárhagslegs stuðnings Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og norrænna sjóða. Auk rannsókna  er gert ráð fyrir að starfsmaður komi að kennslu á háskólastigi eftir nánara samkomulagi.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Framhaldsmenntun (Ph.D. gráða eða sambærilegt) í náttúruvísindum.
  • Áhugi á plöntukynbótum og plöntusjúkdómum.
  • Þekking á sameindaerfðafræði og skyldum greinum er nauðsynleg.

 

Um fullt starf er að ræða og eru launakjör samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

 Ráðið verður til eins árs með möguleika á framlengingu. Reiknað er með að starfsmaður hefji störf 1. apríl 2014. Allar frekari upplýsingar gefur Jón Hallsteinn Hallsson (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar n.k.

Upplýsingar um Landbúnaðarháskóla Íslands má nálgast á www.lbhi.is.

Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Auglýsing getur gilt í allt að sex mánuði.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknum ásamt ferilskrá og öðrum upplýsingum skal skilað til Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri, 311, Borgarnes eða með tölvupósti til Kristínar Siemsen (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).
 

Landbúnaðarháskóli Íslands
-Háskóli lífs og lands-
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image