Auglýst er eftir ráðgjöfum á lista utanríkisráðuneytisins til að sinna verkefnum er tengjast endurheimt vistkerfa og sjálfbærri landnýtingu í alþjóðlegu þróunarsamstarfi. Ljósmynd Ása Aradóttir

Auglýst eftir ráðgjöfum í alþjóðlegt þróunarstarf

Auglýst er eftir ráðgjöfum á lista utanríkisráðuneytisins til að sinna verkefnum er tengjast endurheimt vistkerfa og sjálfbærri landnýtingu í alþjóðlegu þróunarsamstarfi.

Endurheimt vistkerfa, sjálfbær landnýting og takmörkun landhnignunar (Heimsmarkmið nr.15) er áherslusvið í íslenskri þróunarsamvinnu og er þróunarframlag Íslands m.a. veitt í formi tæknilegrar aðstoðar í verkefnum í þróunarlöndum. Verkefni eru bæði rekin í tvíhliða samstarfi og í marghliða samstarfi við alþjóðlegar stofnanir s.s. Alþjóðabankann og stofnanir Sameinuðu þjóðanna. 

Þau sérfræðisvið sem sérstaklega er óskað eftir, mótast af framboði og eftirspurn frá samstarfsaðilum. Einungis er óskað eftir sérfræðingum sem uppfylla skilyrði A og B ráðgjafa:

A: Ráðgjafi með háskólapróf í viðeigandi grein skv. sérfræðisviði og meira en 20 ára reynslu í faginu.

B: Ráðgjafi með háskólapróf í viðeigandi grein skv. sérfræðisviði og meira en 10 ára reynslu í faginu.

Verkefnin verða unnin samkvæmt skilgreindum beiðnum og verklýsingum frá samstarfsaðilum, svo sem verkefnisteymum Alþjóðabankans eða öðrum alþjóðlegum samstarfsstofnunum. Verk geta verið af öllum stærðargráðum en búist er við að algengt verði að verkefni verði á bilinu 50-200 tímar. Utanríkisráðuneytið heldur utan um skrá áhugasamra ráðgjafa og fyrirtækja og gerir staðlaðan samning um verkefni beint við viðkomandi fyrirtæki/einstakling.

Auglýst er eftir ráðgjöfum, jafnt fyrirtækjum sem einstaklingum, til að sinna viðfangsefnum á sviði landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar í alþjóðlegu þróunarsamstarfi. Um ráðgjafalista er að ræða þannig að ekki er um sérstaklega skilgreind verkefni að ræða á þessu stigi, heldur mun umfang og eðli verkefna ráðast af eftirspurn frá samstarfsaðilum s.s. samstarfslöndum og alþjóðastofnunum. 

Ráðgjafalistinn er nú auglýstur í fyrsta sinn og því um einstakt tækifæri um að ræða. Jafnt er auglýst eftir stofnunum, fyrirtækjum og eintaklingum til að skrá sig á listann. Umsóknarfrestur er 31. ágúst 2020. Hér er linkur á auglýsinguna.

Ríkiskaup, fyrir hönd utanríkisráðuneytisins, auglýsir eftir ráðgjöfum til að sinna verkefnum vegna landgræðslu og sjáfbærri landnýtingu í alþjóðlegu þróunarsamstarfi. Ekki er um formlegt útboð að ræða heldur opinn og gegnsæjan feril með hliðsjón af VIII. kafla og 24. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016.

Nánari upplýsingar og gögn varðandi þátttökuskráninguna er að finna í útboðskerfi Ríkiskaupa TendsignLeiðbeiningar varðandi útboðskerfið er að finna á heimasíðu Ríkiskaupa.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image