Auglýst er eftir meistaranema við deild Ræktunar og fæðu við Landbúnaðarháskóla Íslands til að taka þátt í rannsóknaverkefninu Sjálfbær áburðarframleiðsla – Heildstæð nálgun að hringrásarhagkerfi. --English below--
Verkefnið er samstarfsverkefni nokkurra stofnana og fyrirtækja (Matís, Atmonia, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðslan, Landsvirkjun, Hafró) þar sem hlutur LbhÍ lýtur að þróun lífræns áburðar úr ýmsum hráefnum og nýtingu hans í jarðræktartilraunum á Hvanneyri ásamt því að prófa tilbúinn nituráburð framleiddum með nýjum aðferðum Atmonia. Verkefnið er unnið á Jarðræktarmiðstöð LbhÍ Hvanneyri.
Óskað er aðkomu meistaranema að verkefninu sem hefst þegar á vormisseri 2021 og stendur verkefnistímabilið út árið 2022. Við mat á umsóknum er m.a. litið til námsárangurs og annarra atriða sem máli geta skipt m.a. verklegrar getu. Reglur um meistaranám við Landbúnaðarháskóla Íslands má finna inná www.lbhi.is/ms_nam ásamt nánari upplýsingum um inntökuskilyrði, samsetningu náms ofl.
Umsóknafrestur er til og með 20. febrúar 2021.
Umsókn um meistaranámsverkefnið skal senda á Friederike Danneil sem veitir nánari upplýsingar.
Leitast verður við að svara umsóknum innan viku frá því að umsóknarfresti lýkur. Áskilinn er réttur til að hafna öllum umsóknum.
--
Master's project at the Faculty of Agricultural Sciences at the Agricultural University of Iceland.
Faculty of Agricultural Sciences at the Agricultural University of Iceland is seeking a master ́s student to participate in the research project Sustainable fertilizer production - A holistic approach to circular economy. This is a collaborative project of several firms and institutions (Icelandic Food and Biotech R&D, Atmonia, HMarine and freshwater reseach institute, Agricultural University of Iceland, Soil Conservation Service and Landsvirkjun).
The share of Agricultural University of Iceland relates to the development of organic fertilizers from various raw materials and its utilization in agricultural experiments at Hvanneyri as well as synthetic nitrogen fertilizer produced by Atmonia. The project is performed at Hvanneyri agronomy research station (HARC).
The master students' participation in the project is requested as early as the spring semester of 2021 and the project period lasts until the end of 2022. In the applications we evaluate the applicant's academic achievement and other factors that may be relevant, e.g. practical ability. General information for master's studies at the Agricultural University of Iceland can be found at www.lbhi.is/graduate_studies.
The application deadline is February 20th 2021.
Applications for the master's project should be sent to Friederike Danneil who provides further information (
Efforts will be made to respond to applications within a week of the application deadline. The right to have all applications rejected is reserved.