Athyglisverð stuttgreina í Icelandic Agricultural Sciences

Fyrsta greinin í hefti 29/2016 af vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences er nú komin og hægt er að nálgast hana hér. Greinin heitir  Foraging behaviour and plant selection in a herd of Icelandic goats og er eftir höfundana Hrafnhildi Ævarsdóttur, Önnu Guðrúnu Þórhallsdóttur og Hrefnu Sigurjónsdóttur.

Greinin fjallar um beitarhegðun og fæðuval íslenskra geita. Höfundar benda á að hingað til hafa engar kannanir verið gerðar á beitarhegðun og fæðuvali íslenskra geita. Markmið rannsóknarinnar, sem fór fram á Háafelli í Hvítársíðu, var því að kanna plöntuval, svæðanotkun og beitarhegðun geitahjarðar í lausagöngu. Beitarsvæðið var grasgefin hlíð með smárunnum. Niðurstöður plöntuleifagreiningar á geitataði sýndu hátt hlutfall grastegunda (70%) á meðan aðrar tegundir komu fram í minna mæli (jurtir: 10%, runnar 5% og starir/sef <5%). Rannsóknin sýndi að íslenskar geiturnar völdu ákveðnar tegundir og forðuðust aðrar. Plöntuval þeirra er töluvert líkt því sem áður hefur fundist hjá íslensku sauðkindinni.

Það er mikil nýjung að hér er fjallað um beitarhegðun geita, einföld rannsókn þar sem höfundar koma fyrstu niðurstöðum á framfæri í stuttgrein og það er óskandi að á þessu verði áframhald , því á því þurfum við að halda í okkar mikla grasræktarlandi með nokkur ólík beitardýr.

Þorsteinn Guðmundsson
ritstjóri IAS

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image