Landslagsarkitektúranemar sækja heim Grundafjörð

Landslagsarkitektúranemar sækja heim Grundafjörð

Arkitektúr og skipulag

Nemendur á þriðja ári í landsklagsarkitektúr taka fyrir Grundarfjörð í áfanganum akritektúr og skipulag. Hópurinn fór í vettvangsferð vestur og hitti þar fyrir Björg Ágústsdóttur bæjastjóra og Krístínu Þorleifsdóttur skipulagsfulltrúa ásamt kennara sínum Samaneh Nickayin. Í námskeiðinu eru nemendur að vinna með raunveruleg dæmi og svæði og fengu að kynnast skipulagi bæjarins kostum svæðisins og áskorunum. nemendur munu svo vinna með raunhæfar hugmyndir fyrir svæðið með samspil bygginga, rýmis, fagur- og fromfræði sem og atferli og tækni að leiðarljósi. 

Í námskeiðinu rýna nemendurnir í gerð og gæði deiliskipulaga og skopa tengsl við aðrar áætlanir og næsta umhverfi. Einnig er fjallað er um vistvænar og sjálfbærar lausnir í skipulagi. Þá er áhersla lögð á tengsl veðurfars og náttúrugrunnlagsins við skipulag og hönnun. Skoðað hvernig deiliskipulög fela í sér ólíka uppbyggingu og yfirbragð húsa og hverfa ásamt samhengi við umhverfi bæði byggt og óbyggt og rýmið milli húsanna.

Í lok námskeiðsins munu nemendur kynna hugmyndir sínar og verður spennandi að sjá hvernig þau vinna með svæðið.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image