Ályktun fundar starfsmanna LbhÍ um málefni skólans

Á fundi starfsmanna LbhÍ sl. föstudag var samþykkt svohljóðandi ályktun: "Nú í haust var birt niðurstaða gæðaúttektar á starfi Landbúnaðarháskóla Íslands. Úttektin er unnin á vegum gæðaráðs íslenskra háskóla af erlendum sérfræðingum. Sérstaða háskólans er mjög mikil á sviði náttúrunýtingar, landbúnaðar og umhverfisfræða. Enginn annar sinnir kennslu og rannsóknum á þessum fræðasviðum með sambærilegum hætti hérlendis. Niðurstaða úttektarinnar er sú að trausti er lýst á skólastarfinu og gæðum þeirrar kennslu og þjónustu sem hann veitir. Þetta er ekki sjálfsögð niðurstaða heldur ávöxtur þrotlausrar vinnu starfsmanna við uppbyggingu háskólans.
Ásókn í nám hefur aukist og við sækjum fast að helmingi rekstrarfjár í formi sértekna árlega. Á sama tíma og við höfum byggt upp nýjan háskóla hafa fjármunir til reksturs hans rýrnað um 30% á síðustu fimm árum.
Við höfum mætt niðurskurði og undirfjármögnun með gríðarlegum hagræðingaraðgerðum. Það er samdóma álit allra sem skoðað hafa rekstrarforsendur skólans að ekki sé hægt að draga meira saman í rekstri nema til komi algjör uppstokkun á starfseminni. Sú uppstokkun getur ekki orðið nema með aðkomu stjórnavalda. LbhÍ hefur yfir að ráða verulegum eignum en það virðist ógerlegt að fá leyfi stjórnvalda að breyta hluta af þessum eignum í aðstöðu sem myndi nýtast skólanum til sjálfbærs reksturs og í rauninni bjartrar framtíðar. Hann er fastur í hjólförum gamals fyrirkomulags sem löngu er gengið sér til húðar.
Við getum ekki beðið lengur – við verðum að sækja fram. Ákvarðanir stjórnvalda um framtíðarfyrirkomulag verða að koma nú.
Starfsmenn Landbúnaðarháskóla Íslands"
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image