Allir velkomnir á Skeifudaginn

Hestamannafélagið Grani á Hvanneyri heldur Skeifudaginn í Hestamiðstöð LbhÍ að Mið-fossum Í Borgarfirði á sumardaginn fyrsta. Það er nemendur í hrossarækt III á búfræðibraut skólans og stjórn Grana sem halda utan um þennan dag, auk þess að sýna afrakstur vetrarstarfsins.

Tíu nemdendur hafa í vetur fengið kennslu frá Sigvalda Lárus Guðmundssyni og Heimi Gunnarssyni í reiðmennsku og frumtamningu og verður þeim nemenda sem best hefur staðið sig í náminu veitt Morgunblaðsskeifan því til viðurkenningar. Keppt verður um Gunnarsbikarinn, sem gefinn er af Bændasamtökum Íslands í minningu Gunnars Bjarnasonar, fyrrum kennara á Hvanneyri og hrossaræktaráðunauts.

Þá verða 14 nemendur útskrifaðir úr Reiðmanninum, sem er nám í hestamennsku á vegum LbhÍ. Þeir nemendur keppa um Reynisbikarinn sem gefinn er að fjölskyldu Reynis Aðalsteinssonar, kennara og upphafsmanns hins vinsæla Reiðmannsnáms. Þá er einnig veitt verðlaun fyrir ásetu og keppt um Eiðfaxabikarinn.

Að lokinni dagskrá verður kaffisala í Ásgarði á Hvanneyri. Þá verður einnig hægt að kaupa miða í happadrætti Grana, bæði á Mið-fossum og í Ásgarði, þar sem álitlegir folatollar eru í verðlaun. Þar er úrval góðra hesta, eins og Víðir frá Prestbakka, Nökkvi frá Syðra-Skörðugili, Abel frá Eskiholti, Hákon frá Ragnheiðarstöðum, Blær frá Miðsitju, Þröstur frá Hvammi, Laxnes frá Lambanesi ásamt mörgum öðrum frábærum hestum. Dregið verður um vinninga í Ásgarði í lok dagsins.

Skeifudagurinn var fyrst haldin hátíðlegur á þessum degi árið 1956 og er jafnan mjög vel sóttur. Eins og áður sagði, þá hefst dagskrá kl 13.00 og eru allir velkomnir.

Dagskrá

Kl. 13.00         Setningarathöfn
                       Sýningaratriði reiðkennara – Bjarki Þór Gunnarsson
                       Kynning búfræðinema á tamningartrippum
                       Úrslit í Reynisbikarnum
                       Úrslit í Gunnarsbikarnum – fjórgangskeppni búfræðinema

Kl. 15.00         Kaffihlaðborð í mötuneyti LbhÍ í Ásgarði á Hvanneyri – 800 kr
                       Verðlaunaafhending
                       Útskrift Reiðmanna
                       Dregið í happadrætti Grana

Háskóli Íslands

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image