Aldrei fleiri skiptinemar við skólann

Skólaárið er hafið og er starfsemin komin á gott skrið. Aldrei hafa verið fleiri skiptinemar við Landbúnaðarháskólann og erum við stolt að vera fjölbreyttur og alþjóðlegur skóli þar sem nemendur úr öllum áttum hittast, lifa og læra saman. Þessa önnina hófu 21 Erasmus plus nemandi frá 8 löndum sem verða á Hvanneyri til áramóta. Nemendurnir koma frá samstarfsháskólum í Frakklandi, Þýskalandi, Tékklandi, Póllandi, Ítalíu, Sviss, Svíþjóð og Hollandi. Þau stunda nám á öllum fræðasviðum skólans.

Skiptinemarnir búa á nemendagörðum í Hvanneyri og hlakka til að blandast inn í háskólalífið og hitta íslenska nema sem og að læra um nattúru og umhverfi á Íslandi. LbhÍ mun skipuleggja náms og kynningarferðir fyrir erlenda nema víða um landið.

Við bjóðum þau sérstaklega velkomin sem og alla okkar nýnema og eldri nemendur.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image