Á Degi íslenskrar náttúru gróðursettu nemendur á Hvanneyri birkiplöntur sem þau höfðu fengið að gjöf frá Yrkjusjóði. Margrét Helga Guðmundsdóttir frá Landbúnaðarháskóla Íslands kom í heimsókn og fræddi nemendur og kennara um gróðursetningu trjáplantna og kenndi rétt handtök við það. Allir voru mjög áhugasamir og margir settu niður fleiri en eina plöntu. Við fylgjumst svo bara spennt með plöntunum stækka og verða að stórum birkitrjám.
