Opin skýli á Auðkúluheiði á Íslandi sem sett voru upp 1996. Eitt dæmi um túndruviskerfi þar sem líkt var eftir hlýnun. MYND Ingibjörg Svala Jónsdóttir

Opin skýli á Auðkúluheiði á Íslandi sem sett voru upp 1996. Eitt dæmi um túndruviskerfi þar sem líkt var eftir hlýnun. MYND Ingibjörg Svala Jónsdóttir

Áhrif loftslagshlýnunar á kolefnislosun túndruvistkerfa meiri en áður var talið

Hlynur Óskarsson prófessor og Jón Guðmundsson lektor eru meðhöfundar að grein sem birtist í nýjasta hefti Nature. Ingibjörg Svala Jónsdóttir prófessor við Hí og fyrrum starfsmaður LbhÍ fór fyrir rannsóknunum hér á landi sem fóru fram á Auðkúluheiði.  Þáttur Hlyns og Jóns í verkefninu var einkum að sjá um mælingar á flæði koltvísýrings á rannsóknarsvæðunum, en Jón hefur þess utan séð um allar mælingar á hitastigi á rannsóknarsvæðinu um langt skeið.

Greinin, sem ber titilinn „Environmental drivers of increased ecosystem respiration in a warming tundra“, greinir frá rannsóknum fjölda vísindamanna sem hafa um áraraðir líkt eftir hlýnun loftslags á 28 stöðum víðs vegar á norðurslóðum, þar með talið á hálendi Íslands.  Í stuttu máli eru niðurstöður þær að áhrif hlýnunar loftslags á kolefnislosun úr jarðvegi á túndrusvæðum reyndust næstum fjórum sinnum meiri en áður hafði verið áætlað.

 

Þegar loftslag hlýnar breytist starfsemi túndruvistkerfa sem leiðir til losunar á kolefni sem bundið er í jarðvegi á slíkum svæðum. Miklar breytingar á loftslagi gætu því umbreytt túndrunni frá því að vera eitt stærsta forðabúr bundins kolefnis á landi í umfangsmikla kolefnisuppsprettu og þar með aukið hraða loftslagsbreytinga.

Hópur meira en 70 vísindamanna hefur um áraraðir líkt eftir hlýnun loftslags á 28 stöðum víðs vegar um túndusvæðin, þar með talið á hálendi Íslands, sem hluti af rannsóknanetverkinu International Tundra Experiment (ITEX). Til þess voru notuð opin plexiglerskýli (e. open top chambers, OTC), sem lýsa má sem nokkurs konar litlum gróðurhúsum sem hækka hitastig með því að brjóta vind og fanga varma. Nánari umfjöllun um greinina má sjá á vef HÍ

Rannsakendur á Auðkúluheiði. MYND Jón Guðmundsson

 

Greinin á vef Nature:

Maes, S. L. et al. (2024). Environmental drivers of increased ecosystem respiration in a warming tundra. NATURE (in press). doi: 10.1038/s41586-024-07274-7

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image