Áhrif ljósstyrks, ágræðslu og umhverfis á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsatómata

Skýrslan Áhrif ljósstyrks, ágræðslu og umhverfis á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsatómataer komin út. Rannsóknarverkefnið var unnið í samvinnu við garðyrkjuráðunauta Bændasamtaka Íslands, ylræktarbændur og HAMK University of Applied Sciences í Finnlandi. Verkefnisstjóri var Christina Stadler.
 

Vetrarræktun í gróðurhúsum á Íslandi er algjörlega háð aukalýsingu. Viðbótarlýsing getur því lengt uppskerutímann. Flestir ræktendur notast við óágræddar plöntur. Markmiðin voru að prófa, hvort yrki, ágræðsla og ljósstyrkur hefðu áhrif á vöxt, uppskeru og gæði tómatanna og hvort það væri hagkvæmt. Rannsóknin var gerð í tilraunagróðurhúsinu á Reykjum.

Tómatarnir (cv. Encore og cv. Diamantino) voru ræktaðir með 3,13 toppa á m2 í vikri undir topplýsingu frá háþrýstum natríumlömpum (HPS, 240 W/m2) að hámarki 18 klst ljós. Í klefanum með hærri ljósstyrk (300 W/m2) voru 4,38 toppar á m2.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru að val yrkis hafði ekki áhrif á söluhæfa uppskeru en Diamantino þóttu ekki jafn bragðgóðir. Í upphafi uppskerutímabils var enginn uppskerumunur á milli ágræddra tómata og tómata á eigin rót. En eftir eins mánaðar uppskeru, jókst uppskera söluhæfra tómata af ágræddum plöntum mun meira en af plöntum á eigin rót og í lok munaði 10 kg/m2 og framlegð jókst um 3.000 ISK/m2. Fram á mitt tímabilið er lítill munur á uppskeru eftir ljósstyrk. Hins vegar jókst uppskera með hærri ljósstyrk á seinni hluta tímabilsins meira en við minna ljósstyrk.

Möguleikar til að minnka kostnað, aðrir en að lækka rafmagnskostnað eru ræddir. Frá efnahagslegu sjónarmiði er mælt með því að nota ágrædda tómatar til að fá meiri uppskeru og ekki er hagkvæmt að auka ljósstyrk.

Nákvæmari niðurstöður sem og nokkrar tillögur um sparnað er að finna í lokaskýrslunni. Skýrslan er nr. 45 í ritröðinni Rit LbhÍ. Sjá nánar hér.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image