Ásgeir Guðmundsson og Sigríður Jónsdóttir afhenda heiðursskjalið til Ragnheiðar I. Þórarinsdóttur rektors.

Afhenda heiðursskjal Guðmundar Jónssonar

Í vikunni komu færandi hendi Ásgeir Guðmundsson og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Þau hjónin gáfu skólanum heiðursskjal sem var gjöf frá Félagi íslenskra búfræðkandidata til Guðmundar Jónssonar föður Ásgeirs. Skjalið kunngjörir Guðmund Jónsson, fyrrverandi skólastjóra á Hvanneyri kjör hans sem heiðursfélaga og dagsett þann 28. mars 1981. Guðmundur er þar gerður að heiðursfélaga fyrir ómetanleg störf í þágu þess og fyrir að koma á æðra búfræðinámi á Íslandi. Undir skjalið rita Guðmundur Stefánsson, Kristján Bj. Jónsson og Sigurjón Jónsson Bláfeld.

Guðmundur var kennari við Bændaskólann á Hvanneyri á árunum 1928 til 1947 en settur skólastjóri árið 1944 - 45. Guðmundur var síðan skipaður skólastjóri 1947 og gengdi þeirri stöðu til 1972. Guðmundur hafði forgöngu um stofnun framhaldsdeildar við Bændaskólann 1947 sem var fyrsti vísir að háskólanámi í búfræði hér á landi. Alla tíð síðan hefur búfræðinámið á framhaldsskólastigi og búvísindanámið á háskólastigi átt farsæla sambúð.

Ásgeiri og Sigríði er þakkað kærlega fyrir þessa gjöf.

Image
Heiðursfélagaskjal Guðmundar Jónssonar frá Félagi íslenskra búfræðikanidata
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image