Af umsóknum um skólavist við LbhÍ

Aðsókn í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands var góð en formlegur umsóknafrestur um nám við skólann rann út þann 5. júní síðastliðinn og er umsóknarfjöldi á allar námsleiðir skólans með miklum ágætum. Námsbrautarstjórar hafa nú lokið yfirferð sinni yfir umsóknirnar og svör um skólavist hafa verið send út. Þó er bent á að enn er hægt að bæta við nemendum í BS nám í búvísindum, náttúru- og umhverfisfræði, skógfræði og umhverfisskipulagi sem og í MS nám í skipulagsfræðum og í einstaklingsmiðað MS nám. Því standa umsóknardyr þessara námsleiða enn opnar fyrir áhugasama, tilvonandi nemendur, sjá hérna.

Að þessu sinni verða fjórir námshópar teknir inn í Reiðmanninn; tveir í Borgarfirði, einn á Króki í Ásahreppi og einn í Mosfellsbæ.

Nýnemar geta nú farið að láta sig hlakka til en móttaka allra nýnema við skólann, hvort sem eru í búfræði, BS námi eða MS námi – fjarnemar og staðnemar, verður mánudaginn 21. ágúst kl 9:00 í Ásgarði á Hvanneyri. Að auki er skyldumæting fyrir allra BS nema fyrstu þrjá skóladagana; 21., 22. og 23. ágúst og mun nemendafélagið standa fyrir nýnemasprelli og ýmis konar hópefli í lok hvers dags. Þeim fjarnemum sem þurfa á gistingu að halda er bent á að hafa samband við skiptiborð LbhÍ sem fyrst (S: 4335000) og bóka gistingu.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image