Uppfærðar leiðbeiningar yfirvalda til framhalds- og háskóla

Aðgerðir til að sporna við fjölgun smita

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út uppfærðar leiðbeiningar til framhalds- og háskóla, í ljósi nýrra tilmæla sóttvarnarlæknis um grímunotkun í staðnámi í framhalds- og háskólum á höfuðborgarsvæðinu. Mat um grímunotkun í skólum utan höfuðborgarsvæðisins er háð aðstæðum í hverju tilfelli fyrir sig, út frá aðstöðu hvers skóla og útbreiðslu smits í nærsamfélaginu. 

Hjá okkur í Landbúnaðarháskólanum verða grímur aðgengilegar nemendum og starfsfólki á öllum starfsstöðvum. Það er á Hvanneyri og Keldnaholti og Reykjum. Eins metra fjarlægðarregla er í gildi og hvetjum við alla til að gæta fyllstu varúðar og huga vel að smitgát. Handþvottur, að halda fjarlægð og sótthreinsun eru lykilatriði svo lámarka megi líkur á fjölgun smita. Mikilvægt er að vernda viðkvæma hópa og huga vel að náunganum. Brýnt er að halda sig heima ef einkenni gera vart við sig. 

Mikilvægt að fylgja réttum leiðbeiningum við notkun á hlífðargrímum og má finna þær hér. Einnig er hægt að fá leiðbeiningar og upplýsingar á covid.is

Nemendur eru beðnir að fylgjast vel með upplýsingum frá kennurum sínum um útfærslur námskeiða. Starfsfólk er hvatt til að lágmarka ferðir á milli starfstöðva eins og kostur er og vinna heimanfrá sé þess kostur og nýta fjarlausnir sé það mögulegt. Munum handþvott með sápu, sótthreinsun og að halda fjarlægð þó grímur séu notaðar og fylgja leiðbeiningum um notkun þeirra.

Pössum uppá okkur sjálf og náungann og munum að við erum enn öll almannavarnir.  

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image