Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á rúningsnámskeið Endurmenntunar LBHÍ og aðeins tvö pláss laus á næsta námskeið.
Rúningsnámskeiðið hefur notið mikilla vinsælda og verið haldið um árabil. Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja læra vélrúning sauðfjár, sem og þeim sem vilja endurmennta sig í góðri líkamsbeitingu og réttum handbrögðum við rúninginn.
Námskeiðið er að mestu í formi verklegrar kennslu þar sem nemendur fá tækifæri á að æfa rétt handbrögð með dyggir aðstoð kennara. Á námskeiðinu verða bæði kennd og sýnd grunnatriði við vélrúning á sauðfé þar sem mikil áhersla er lögð á góða líkamsbeitingu við rúning, rétt handbrögð og frágang.
Kennari er Jón Ottesen bóndi á Grímarsstöðum og er námskeiðið haldið laugardaginn 29. okt. og sunnudaginn 30. okt. á sauðfjárbúinu Hesti í Borgarfirði sem er í eigu Landbúnaðarháskóla Íslands.
Skráning og allar nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar LBHÍ.