Ný grein um beitarhegðun smádýra í heimskautavistkerfum komin út. Hér sjást áhrif beitar smádýra á birkilauf. Mynd Isabel Barrio

Að leynast í skugganum: breytingar á samfélögum og beitarhegðun smádýra á norðurslóðum

Isabel Barrio er meðhöfundur af nýrri grein um beitarhegðun smádýra í heimskautavistkerfum. Mynd Skjáskot: youtube.com

Isabel Barrio dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands er meðhöfundur að nýrri grein í heimskautalíffræði þar sem farið er í saumana á beitarhegðun smádýra í heimskautavistkerfum.

Eldri rannsóknir sem mælt hafa slíka beit einblíndu á áhrif smádýra á eina eða örfáar plöntutegundir á hverjum stað, en i rannsókn eru beitarmerki metin fyrsta sinn á heilum plötnusamfélögum á mörgum rannsóknasvæðum á norðurslóðum og þar af fjórum á Íslandi. Rannsóknin skoðar einnig hvernig beitin tengist langtímabreytingum á loftslagi, veðri ársins sem rannsóknin fór fram, gerð plöntusamfélaganna og ofanjarðarfrumframleiðslu þeirra. Smádýr (hryggleysingjar) eru háð ytra hitastigi til að vaxa og hafa efnaskipi svo að ætla mætti að þeim gæti fjölgað í kjölfar hlýnunar norðurslóða.

Í rannsókninni kom í ljós plöntuætur meðal smádýra finnast almennt allstaðar á norðurslóðum, en að meðaltali neyttu þau samt bara innan við 1% af standandi lífmassa plöntusamfélaga rannsóknasvæðanna. Beitin var háð sumarhita þannig að aukinn hiti leiddi til meiri beitar, en ýmsir aðrir staðbundnir vistfræðilegir þættir höfðu þó meiri áhrif á hversu mikil beitaráhrifin voru. Því er þörf á því að greina betur slíka þætti ef hægt á að vera að spá fyrir um áhrif hinna öru breytinga sem eru að verða á vistkerfum norðurslóða. Rannsóknin var unnin á vegum Herbivory Network. Isabel hefur sett upp tvö ný langtíma vöktunarsvæði á Íslandi til að fylgjast reglulega með beit smádýra, sem studdu við þessa rannsókn.

Ef þú hefur áhuga á að vita meira um þetta verkefni skaltu endilega hafa samband við This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (isabel [hjá] lbhi.is)

Greinin birtist í tímaritinu Polar Biology og heitir á ensku Hiding in the background: community-level patterns in invertebrate herbivory across the tundra biome. Greinina má finna hér.

Nánar um Isabel Barrio

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image