Hönnunarstaðall

Merki skólans

Image

Merki Landbúnaðarháskóla Íslands er teiknað af Gísla B. Björnssyni teiknara FÍT

„Grunneiningar merkisins eru tvö form sem tengjast og mynda stafinn L. Í forsendum fyrir hönnun merkisins var gengið út frá tveim meginlínum í starfi skólans. Í fyrsta lagi þeim verðmætum sem landið býr yfir og í öðru lagi hvernig farið er með þau verðmæti. Merkið átti ekki að vera mjög hefðbundið en hafa sterka skírskotun til þessa tíma þegar skólinn hefur starf sitt. Litirnir eiga einnig að undirstrika tvískiptinguna, appelsínugulir, rauðir og rauðbrúnir tónar í jarðlitum á neðra formi og á efra formi frá gulu í dökkgræna tóna gróðursins.“

Gísli B. Björnsson

Image
Image

Einkennislitir

Image

Einkennislitir skólans byggja á litum í merki og skrift. Merkið er í fjórit - CMYK - eða rastað í svörtu. Auka fletir eru í grænum og vínrauðum lit. Sé um sérlitaprentun að ræða, t.d. tveggja lita, grátt eða svart í merki og skrift, má nota annað hvort græna eða vínrauða litinn sem Pantone í aukafleti.

A. Grár litur í letri/fyrirsögnum. 55% svartur.
B. Dökkgrænn litur sem aukaflötur: CMYK: 80C 0M 100Y 30K. Panatone 363.
C. Vínrauður litur sem aukaflötur: CMYK: 55C 100M 100Y 20K. Pantone: 491.

Einkennisletur
Einkennisletur skólans heitir Kabel.

A. Kabel Medium eða Kabel Demi í fyrirsögnum.
B. Kabel Book í meginmáli.

Image
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image