Hópurinn að lokinni verðlaunaafhendingu í Grósku hugmyndahúsi. Mynd/aðsend

Sigurtillaga í hönnunarsamkeppni

Image
Sigurtillagan frá hópnum. Mynd/aðsend

Landbúnaðarháskóli Íslands var hluti af teymi í samkeppninni um uppbyggingu á lóðinni Sævarhöfða 31 í Reykjavík sem framkvæmd var undir skilmálum samtakanna C40-Reinventing cities – þar sem áherslan í allri hönnun er beint að baráttunni gegn loftslagsmálum. Þátttaka í alþjóðlegri hönnunarsamkeppni.

Fyrir hönd Landbúnaðarháskólans var Kristín Pétursdóttir brautarstjóri landslagsarkitektúr, Samaneh Nickayin lektor og Steinunn Garðarsdóttir sérfræðingu sem unnu sem ráðgjafar í hönnunarteyminu um hönnun og ræktun matvæla í borgarumhverfi. Þær skrifuðum skýrslu um ræktun matvæla í borgarumhverfi við íslenskar aðstæður og tóku þátt í hugmyndavinnu með M-Studiofasteignarfélaginu ÍF og VSÓ ráðgjöf. Hugmyndin okkar er undir nafninu Vaxtarhús og mun verða einskonar matvælaframleiðslu-mekka Reykjavíkurbogar þar sem fólk getur upplifað heim borgarlandbúnaðar og notið hans svo við ræktun, á veitingastöðum svæðisins, farið á námskeið í ræktun og nýtingu matvæla eða í annarri heimsókn. Það er því heiður fyrir Landbúnaðarháskólann að hafa verið hluti af þessari vinnu og framtíðaruppbyggingu.

Öll hugmyndin einblínir á sjálfbærar lausnir og nýsköpun s.s. með endurnýtingu steinsteypunnar í byggingunum sem eru á svæðinu og endurnýjanlegar einingarlausnir við uppbyggingu.  Þar kemur BM-Vallá að málum en þeir eru einnig hluti af teyminu ásamt danska fyrirtækinu GXN.

Í tillögunni er lagt upp úr því að allur gróður sem ræktaður verður á svæðinu verði hægt að borða á einhvern hátt s.s. tré, runnar og fjölæringar ásamt allmennri ræktun grænmetis, inni og úti. Þarna verða umbúðarlausar búðir, jarðgerð, góð tenging við borgarlínuna, félagslandbúnaður, skiptimarkaður svo eitthvað sé nefnt.

Eftir hugmyndavinnuna tók hin norska arkitektarstofa Reiulf Ramstad við með sitt teymi arkitekta og landslagsarkitekta og hannaði tillögu að uppbyggingu á svæðinu.

Á fundi Reykjarvíkurborgar voru sigurvegararnir tilkynnir og má sjá nánar frá fundinum hér.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image