Vélin við þreskjun á byggyrkjatilraunum á Hvanneyri

Fyrsta verkefni nýrrar tilrauna þreskivélar

Nýja vélin eykur afköst og gæði tilrauna svo um munar

Ný tilrauna þreskivél kom til Jarðræktarmiðstöðvar LbhÍ um miðjan ágúst. Styrkur fékkst frá innviðasjóði Rannís og er keypt í samstarfi við Landgræðsluna og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Vélin sker samanburðarreiti og þreskir kornið. Vigtar uppskeruna og tekur sýni. Sýnið er metið með NIRS tæki sem metur þurrefnið og fóðurgæði. Vélin er svo útbúin hálmvigt.

Vélin er mikil búbót og mun margfalda afköst og gæði kynbótaverkefna stofnunarinnar í höfrum og byggi. Sérstaklega til þess að auka gæði kornsins en kynbótamarkmiðin hafa hingað til miðast við uppskeru.

Nýja vélin nýtist í rannsóknarverkefnunum stofnunarinnar í byggi, höfrum, hveiti, rúg og olíu-nepju. Fyrsta verkefnið var að þreskja byggyrkjatilraun þar sem borið er saman erlend byggyrki við íslensk yrki og kynbótalínur sem kannski verða yrki í framtíðinni. Vélin safnar svo upplýsingum úr NIRS greiningum úr hverjum reit sem nýtist til þess að bera saman arfgerðirnar með tilliti til fóðurgæða.

Í haust var vélin einnig nýtt til þess að uppskera úr hafrayrkjatilraunum og sömu eiginleikar til skoðunar og í byggi. Vonir standa til að uppskeran úr hafratilraununum nýtist til frekari rannsókna á gæðum til manneldis, ef fjármagn fæst til þess.

Góð aðstaða og afkastamikill tækjabúnaður á tilraunastöð er grunnur undir tilraunir af þessu tagi og önnur fræðistörf vísindamanna LbhÍ, og ekki síður grunnur undir fræðastarf skólans, sem æðri menntastofnunar, og ráðgjafarstarfsemi RML. Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að því að stórefla aðstöðu LbhÍ til jarðræktartilrauna með kaupum á nákvæmum vélbúnaði og má í því sambandi nefna frætalningarvél, borðþreskivél, reitaáburðardreifara, reitasáningarvél og reitasláttuvél sem leysir af hendi tímafreka vinnu sem áður var að miklu leiti handunnin.

Hér er hægt er að fylgjast með daglegu amstri Jarðræktarmiðstöðvar LbhÍ á facebook.

---

Tengt efni
Efling starfsemi Jarðræktarmiðstöðvar- 
- Jarðræktarmiðstöð vígð á Hvanneyri

Rit LbhÍ
Jarðræktarrannsóknir 2019
-
 Jarðræktarrannsóknir 2018
 -Korntilraunir 2018

Korn.is

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image