Aðalfundur Hvanneyrarbúsins ehf. Frá vinstri Hafþór Finnbogason fráfarandi fjósmeistari. Karl Vernharð Þorleifsson nýr fjósameistari. Pétur Diðriksson bóndi á Helgavatni. Theódóra Ragnarsdóttir rekstrarsjóri LbhÍ. Baldur Helgi Benjamínsson búerfðafræðingur og bóndi á Ytri-Tjörn var í fjarfundi. Þóroddur Sveinsson forseti fagdeildar ræktunar

Aðalfundur Hvanneyrarbúsins

Egill Gunnarsson bústjóri t.v. þakkar Hafþóri Finnbogasyni samstarfið en hann lætur af störfum sem fjósameistari eftir farsæl fimm ár í starfi.

Hvanneyrarbúið ehf. hélt aðalfund miðvikudaginn 27. maí síðastliðinn. Tilgangur félagsins er að reka á hagkvæman hátt kúabú á Hvanneyri í þágu kennslu og rannsóknastarfs Landbúnaðarháskóla Íslands.

Farið var yfir ársreikning félagsins 2019 og farið almennt yfir rekstur og stöðu félagins. Töluverð vatnaskil eru nú í rekstri félagsins en Hafþór Finnbogason fjósameistari lætur af störfum 1. júní n.k. eftir fimm ára farsælt starf. Af tilefninu var Hafþóri veitt viðurkenning og þakkir fyrir vel unnin störf ásamt árnaðaróskum um gæfu og gott gengi í þeim verkefnum sem hann tekur að sér í framtíðinni. Við starfinu tekur Karl Vernharð Þorleifsson og var hann boðinn velkominn til starfa. Í stjórn félagsins sitja Ragnheiður I Þórarinsdóttir rektor, Baldur Helgi Benjamínsson búerfðafræðingur og bóndi á Ytri-Tjörn og Pétur Diðriksson bóndi á Helgavatni. Bústjóri er Egill Gunnarsson.

Ársreikninga félagsins má finna hér

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image