Háskólaráð
Hlutverk háskólaráðs

Stjórn Landbúnaðarháskóla Íslands er falin háskólaráði og rektor. Háskólaráð markar heildarstefnu í kennslu og rannsóknum, mótar skipulag háskólans, fer með almennt eftirlit og ber ábyrgð á að háskólinn starfi í samræmi við gildandi lög og reglur.
Háskólaráð setur reglur um starfsmenntanám, nám á bakkalárstigi og um framhaldsnám á meistarastigi og doktorsstigi við háskólann. Þá annast það staðfestingu á almanaki, námskrám og kennsluskrám háskólans.
Háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands er skipað skv. lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008.
Skipan háskólaráðs
2020-2021

Aðalmenn
- Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ.
- Guðveig Lind Eyglóardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi og hótelstjóri, fulltrúi mennta- og menningarmálaráðherra.
- Halldór Þorgeirsson, plöntulífeðlisfræðingur, tilnefndur af háskólaráði.
- Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent, fulltrúi starfsmanna.
- Ragnhildur Helga Jónsdóttir, aðjúnkt og námsbrautarstjóri náttúru- og umhverfisfræði, fulltrúi starfsmanna.
- Torfi Jóhannesson, aðalráðgjafi á sviði landbúnaðar og skógræktar hjá Norrænu ráðherranefndinni, tilnefndur af háskólaráði.
- Þorvaldur Ragnar Þorbjarnarson, formaður nemendafélags LbhÍ, fulltrúi nemenda.
Varamenn
- Aníta Ýr Atladóttir, nemandi í búfræði, varamaður fyrir Þorvald Ragnar Þorbjarnarson.
- Álfheiður Sverrisdóttir, deildarfulltrúi, varamaður fyrir fulltrúa starfsmanna.
- Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, bóndi Svartárkoti, varamaður fyrir Guðveigu Lind Eyglóardóttur.
- Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri MAST, varamaður fyrir Halldór Þorgeirsson og Torfa Jóhannesson.
Samantekt á starfsemi Háskólaráðs
Fundargerðir háskólaráðs
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2009
2010
2008
2007
2006
2005
2004