Skiptinám
Allir nemendur eiga kost á að taka hluta af námi sínu við erlendan samstarfsskóla sem hluta af háskólanámi sínu við LBHÍ

Kynntu þér skiptinámið og kíktu við á skrifstofu alþjóðasviðs og fáðu aðstoð við undirbúning umsóknar eða samtal um möguleika á námsdvöl erlendis.
- Í boði eru yfir 40 háskólar í gegnum Erasmus+ námsáætlunina.
- Þú velur á milli styttri eða lengri námsdvalar.
- Nemendur geta farið í í 2–12 mánaða skiptinám við á hverju námsstigi.
- Aðrir háskólanemar geta það einnig ef námskeiðið er BIP-blandað nám tengd við þátttöku á netinu og staðarlota erlendis tekur 5–30 daga.
- Stúdenta- og starfsmannaskipti utan Evrópu eru einnig möguleg í einstaka tilvikum.
Bóka tíma

Viðtalstímar á Hvanneyri/Teams
Skrifstofa okkar er á Hvanneyri í Ásgarði á 1. hæð er opin
- Mánudaga: kl 10:00 - 13:00
- Miðvikudaga: kl 10:00 - 16:30
- eða á Teams

Starfsfólk alþjóðasviðs
Alþjóðafulltrúi: Christian Schultze
Deildarfulltrúi alþjóðamála: Eva Hlín Alfreðsdóttir
Sérfræðingur: Lukás Pospísil
Sérfræðingur: Utra Mankasingh
Samstarfsskólar

Í gagnagrunni yfir samstarfsskóla LBHÍ getur þú fengið upplýsingar um þá möguleika sem eru í boði.
Allt um skiptinám

Háskólastúdentar geta fengið Erasmus+ styrki til að fara í starfsþjálfun til Evrópu í 2 til 12 mánuði. Starfsþjálfun er einnig möguleg innan við ári eftir útskrift, en sækja þarf um styrkinn fyrir útskrift.
Doktorsnemar geta farið í 5–30 daga starfsþjálfun, aðrir háskólanemar geta einnig sótt um Erasmus+ styrk fyrir styttri dvöl til starfsþjálfunar eða rannsóknarvinnu þegar um BIP-blandað nám er að ræða. Þá er þjálfun eða vinnustofa tengd við þátttöku á netinu og staðarlota erlendis tekur 5–30 dag.
Nánari upplýsingar & umsóknaleiðbeiningar eru inni á UGLU.