Fjarnám

Háskólabrautir

Image

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er boðið upp á fjarnámslausnir á öllum námsbrautum nema á landslagsarkitektúr. Fjarnámslausnir felast í upptökum á fyrirlestrum í staðarnámi. Nemendur með fjarnámslausnir geta hlustað á þessar upptökur í gegnum kennslukerfi LbhÍ. Fjarnemarnir geta hlustað á upptökurnar þegar þeim hentar – og oft á þá sömu ef því er að skipta. Þeir sem nýta fjarnámslausnir vinna sömu verkefni og staðarnemar.

Það er skyldumæting þegar verklegar vikur eru annars vegar, en þá kynna nemendur verkefni, taka þátt í verklegum æfingum og vettvangsferðum svo fátt eitt sé nefnt. Í þessum skipulögðu heimsóknum er verklegum æfingum þjappað saman á tvær til þrjár heimsóknir á hverri sjö vikna önn. Þriðja og sjötta kennsluvika á hverri stuttönn eru fráteknar sem “skyldumætingavikur“. Nemendur sem nýta sér fjarnámslausnir geta fengið að taka lokapróf í heimabyggð eða nærri heimabyggð.

Skráningargjald fyrir skólaveturinn er 75.000kr. Próftökugjald (6000kr) verður innheimt í hverjum námsáfanga í stað fjarnámsgjalda áður. Greiðsla verður innheimt í lok sjöttu kennsluviku (seinni fjarnemaviku).

Image

Nánari upplýsingar um fjarnámslausnir er að fá hjá kennsluskrifstofu LbhÍ eða í síma 433-5000.

Búfræðibraut

Image

Fjarnámið er byggt upp á svipaðan hátt og hefðbundið búfræðinám. Nemendur innritast á sama hátt í skólann og stunda námið á hálfum hraða. Flestir áfangar eru kenndir yfir vetrartímann en einhverjir áfangar koma inn á sumarönn (plöntusafn, námsdvöl og valfög).

Samskipti nemenda og skóla eru í megindráttum um internetið. Því er mikilvægt að allir séu nettengdir og kunnugir samskiptum á netmiðlum. Verklegir hlutar búfræðinámsins eru kenndir á námskeiðum sem haldin eru eftir þörfum á Hvanneyri. Reynt er að stytta eins og mögulegt er fjarveru nemenda frá búum sínum. Nánara skipulag þessa þáttar námsins er kynnt við upphaf hverrar annar.

Umsækjendur um fjarnám í búfræði skulu vera a.m.k. 25 ára, hafa nokkurra ára reynslu af búskap og vera starfandi í búskap þegar viðkomandi sækir um. Mikilvægt er að í umsókn komi fram allar upplýsingar um fyrra nám og starfsreynslu. Umsækjendur verða teknir í viðtöl áður en þeir eru teknir inn í námið.

Skráningargjald fyrir skólaveturinn er 35.000kr + 2000 kr á hverja fein. einingu sem tekin er. Einingagjald er greitt fyrir hverja önn fyrir sig.

Nánari upplýsingar um skipulag fjarnáms í búfræði veitir kennsluskrifstofa og brautarstjóri búfræðibrautar, Helgi Eyleifur Þorvaldsson, helgi@lbhi.is

Garðyrkjubrautir

Image

Frá og með hausti 2022 færist garðyrkjunám frá LbhÍ yfir til Fjölbrautarskóla Suðurlands. Umsækjendur um Blómaskreytingar, Garð- og skógarplöntur, Lífræna ræktun matjurta, Ylræktun, Skógur og náttúra og Skrúðgarðyrkju sækja um á vef FSu. Innritun í framhaldsskóla hefst 15. mars og stendur til 22. apríl fyrir nemendur sem eru fædd fyrir 2006. Nemendur sem eru að ljúka grunnskóla innrita sig frá 25. apríl – 10. júní.

Hægt er að taka nám á garðyrkjubrautum í fjarnámi að hluta. Bóklegir áfangar í fjarnámi eru kenndir yfir fjögurra ára tímabil. Verklegir áfangar brautanna eru eingöngu í boði sem staðaráfangar en aðrir áfangar, þar sem meiri áhersla er á bóklegt nám, eru í boði í fjarnámi.

Fjarnemi verður að hafa starfað í greininni og hafa náð 25 ára aldri. Námið fer fram að mestu leyti í gegnum internetið. Fjarnemum ber að mæta í verklegar æfingar sem eru á hverri önn, misjafnt er í hve marga daga mætingarskyldan er. Í flestum tilvikum eykst verkleg kennsla eftir því sem líður á námstímann.

Skráningargjald fyrir skólaveturinn er 35.000kr + 2000 kr á hverja fein. einingu sem tekin er. Einingagjald er greitt fyrir hverja önn fyrir sig.

logo

Knowledge in the field of sustainable use of resources, environment, planning and food production.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Phone 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Electronic invoices

Starfsstöðvar

Shortcuts

Social media

Image