Hópurinn í vettvangsferð um Borgarnes

Hópurinn í vettvangsferð um Borgarnes

Skapandi hugsjón í litlum bæjum og dreifðari byggð

Á dögunum fór fram vinnustofa í evrópsku samstarfsverkefni sem kallast SMOTIES Creative works with small and remote places, eða Skapandi vinna með litla og fjarlæga staði. Þátttakendur frá 10 evrópulöndum komu saman og hélt vinnustofu á Hvanneyri í húsakynnum LBHÍ ásamt því að fara í vettvangsferðir í Reykjavík, á Akranesi og í Borgarnesi ásamt því að skoða uppsveitir Borgarfjarðar. Þá fundaði hópurinn með hlutaðeigandi í Borgarbyggð en Borgarnes er einn af 10 evrópskum bæjum í verkefninu.

Hugsjón verkefnisins er að bæta lífsgæði á þessum stöðum með eflingu á þátttöku heimamanna með skapandi verkefnum og menningarstarfi.

Verkefnið varð til úr samstarfsnetinu Human Cities eða Mannlegum borgum sem stofnað var 2006 sem vettvangur fyrir þverfaglega nálgun sérfræðinga til eflingar á notkun almenningrýma með þátttakenda hönnun e. participatory design. Smoties netið samanstendur af stofnunum, hönnunarmiðstöðvum, skapandi stofum, alþjóðleg samtökum og rannsóknastofnunum í 10 evrópulöndum. Fulltrúi Íslands í verkefninu er Alternance slf sem er arkitektúra- og borgarhönnunarstofa og tekur Landbúnaðarháskólinn þátt í verkefnunu með aðkomu Astrid Lelarge brautarstjóra skipulagsfræðibrautar en nemendur hennar hafa komið að rannsóknarvinnu við verkefnið hér á landi.

Borgarnes sem dæmi frá Íslandi

Hópurinn í Skallagrímsgarði í Borgarnesi. Mynd Smoties.

Íslenska teymið tók Borgarnes sem stað til að vinna með eða Case Study. Þau hafa verið í undirbúnings- og rannsóknarvinnu undanfarið og kynnti hópurinn fyrstu niðurstöður þeirrar vinnu  á vinnufundi með fulltrúum frá Borgarbyggð. Á þeim fundi  kynnti einnig Davide Fassi frá hönnunardeild Politechnico di Milano hvað Smoties verkefnið gengur útá og hvert markmiðið er með því. Þá kynnti breska stofan Clear Village dæmi um vinnu sem fram hafði farið hjá þeim með bæjinn Penmachno í Wales í Bretlandi en þau sérhæfa sig í þátttökuhönnun e. participatory design. Að loknum fundi hélt hópurinn svo í skoðunarferð um Borgarnes og kynnti sér m.a. vatns- og fráveitukerfi sem og aðra innviði.

Hópurinn spjallaði við fulltrúa hjá Borgarbyggð að loknum kynningum. Mynd Smoties.

„Human Cities SMOTIES er mjög dýnamískur og áhugaverður vettvangur. Það verða til möguleikar á þverfaglegu samstarfi til að deila reynslu milli evrópulanda og  möguleiki á samvinnu og rannsóknir. Hérna koma saman skipulagsfræðingar, arkitektar, hönnuðir, sagnfræðingar, umhverfissálfræðingar og aktívistar sem allir eru með hugann við að bæta borgarumhverfið með fólkið í forgrunni sem hluta af því að gera borgi og bæji sjálfbærari til framtíðar“ segir Astrid um verkefnið.

Hópurinn skoðar Hvítárvallabrú. Mynd Smoties.

 

Upplifun þátttakenda á heimsókninni

Spyros Bofylatos hjá hönnunar og verkfræðideild háskólans í Aegean Grikklandi sagði frá sinni reynslu „Ég fékk loksins tækifæri til að sækja Ísland heim í gegnum SMOTIES/ human cities verkefnið. Við fengum að skoða svæði sem eru úr leið og ekki eins margir sem fá að upplifa. Við upplifðum stekt samfélag með sína miklu sögu tengingu. Þá hittum við afar vingjarnlegt heimafólk sem fræddu okkur um sögu sína og menningu og nýtingu auðlinda á svæðinu með hagkvæmum hætti. Ég hef ekki áhyggjur af dreifðustu byggðum á Íslandi eftir að hafa kynnst seiglu íslendinga.“

Matej Niksic Borgarhönnunar og skipulagsstofnun Slóveníu sagði heimsóknina í Borgarnes hafa vakið mikil hughrif. „Á meðan náttúran hefur mikið að segja um staðarandann (strandlínan og brött fjöllin að baki) þá er bærinn skalaður að manninum með sínum myndrænu máluðu húsum, lítilli eyju við nesoddann og kirku bæjarins sem trónir yfir byggðinni og gerir bæinn afar fallegan“. Hann segir upplifunina hafa verið mjög róandi, nema kannski heimsóknin á sögusafnið um Eglissögu en hún var mun dramatískari en hann grunaði. „Það var einnig mjög ánæguleg upplifun að hitta og kynnast heimafólki sem gera bæjinn mjög mannlegan. Eins og með alla staði sem hitta mig í hjartastað hugsa ég um leiðir til að bæta svæðið enn frekar, má þar nefna að færa bílastæði af götunum sjálfum, blanda byggðinni meira með íbúðasvæðum og það mætti hafa svæðið við brúna og hringveginn fjölbreyttara, bæta þar almenningsvæði, gera grænna og tengja betur við allar áttir um bæinn. Það eru fjölmargir möguleikar til að efla og bæta Borgarnes og þakka ég innilega góðar móttökur og hlakka til að koma aftur í þennan einstaklega fallega bæ. PS. Ég stefni á að koma og upplifa alvöru nestisferð í Skallagrímsgarð í góðu veðri og njóta aftur í sundlauginni eða skella mér kannski í sjósund!“ sagði Matej um heimsóknina.

Josie King hjá Clear Village í London. „Clear Village fékk tækifæri til að kynna þáttökuhönnun, verkfæri og ferlar til ákvarðanatöku og mælingar fyrir Borgarbyggð. Við ræddum hvað væri þátttökuhönnun og hvernig mætti nýta hana í dreifðari byggðum og hvernig hægt væri að involvera íbúa í ákvörðunarferlinu. Að lokinni kynningu fengum við tækifæri til að ræða við starfsfólk sveitarfélagsins um hvernig hægt væri að nýta þessa þekkingu t.d. í Borgarnesi, þá sérstaklega hvernig hægt væri að standa að skipulagsmálum og involvera fólkið í sveitarfélaginu í þeim ákvörðunum eða hvernig hægt væri að afla rýnis frá samfélaginu í heild. Framtíð Borgarness er spennandi með alla sína ríku sögu og möguleika til framtíðar og ástríðufulla íbúa, ég er mjög spennt að sjá hvaða frábæru hugmyndir íslenska teymið mun vinna að á næstu árum.“

Skipulag & hönnun við skólann

Við Landbúnaðarháskólann er hægt að læra skipulagsfræði á meistarastigi og landslagsarkitektúr á grunnnámsstigi en þær brautir falla undir fagdeildina Skipulag og Hönnun. Opið er fyrir umsóknir í skipulagsfræði og veitir námið starfsheitið Skipulagsfræðingur að loknu tveggja ára námi. Nánar um námið hér

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image