Bókasafn

Bókasafn Landbúnaðarháskólans

Image

Bókasafn LbhÍ er sérfræðisafn sem þjónar fagsviðum Landbúnaðarháskóla Íslands. Safnið starfar á Hvanneyri og Keldnaholti.

Bókasafn Landbúnaðarháskólans veitir starfsmönnum háskólans, nemendum og öðrum sem til hans leita, aðgang að upplýsingum og heimildum vegna náms, kennslu og rannsókna. Áhersla er lögð á stöðuga þróun við uppbyggingu bóka- og tímaritakosts svo að jafnvægi skapist á milli vísinda- og fræðasviða háskólans. Boðið er upp á aðgang að úrvals gagnasöfnum og rafrænum tímaritum.

Þjónusta á Hvanneyri

Bókasafn Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri er opið alla daga kl. 08:00 - 16:00. Greiður aðgangur er að margvíslegu fræðsluefni hvort sem er á prentuðu eða rafrænu formi og veitt er ráðgjöf og aðstoð við upplýsingaleit. Annað efni er pantað frá öðrum söfnum í millisafnaláni. 

Viðvera starfsmanns er á þriðjudögum frá kl. 13:00 - 15:00 - sumarlokun er frá miðjum júní fram í byrjun ágúst.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image