Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor við undirskrift samningsins í Brussel í gær. Mynd Christian Schultze

Evrópskt samstarf á sviði landbúnaðar, líftækni og lífvísinda

Landbúnaðarháskóli Íslands tekur höndum saman við átta evrópska háskóla um samstarf á sviði búvísinda, líftækni og lífvísinda.

Í gær 17. febrúar 2022 var undirrritaður samstarfssamningur átta evrópskra háskóla um samvinnu um menntun, rannsóknir og nýsköpun sem og bættra ferla og miðlun þekkingar á sviði landbúnaðar, lífvísinda og líftækni. Með þessum samstarfssamningi er stefnt að því að setja á fót alþjóðlegan vettvang sem kallast Unigreen þar sem staðið er saman að því að efla evrópskar mennta- og rannsóknastofnanir á þessum sviðum. Fulltrúar háskólanna átta komu saman í Brussel til að undirrita samning um stofnun ARES (Academy of Research and Higer Education) og vinna saman að fjármögnun hans m.a. með umsókn um styrk til Evrópusambandsins.

Samstarfsaðilar um stofnun Unigreen

Rektorar og fulltrúar UNIgreen háskólanetsins að lokinni undirskrift

 

Auknir möguleikar fyrir starfsfólk og nemendur 

Samstarf þessara háskóla um stofnun samevrópsks háskóla eykur möguleika kennara til að vinna að þverfaglegum og alþjóðlegum rannsóknum eða samstarfsverkefnum. Þá gerir samstarfið einnig kleift að efla ýmiskonar samstarf annars starfsfólks innan stofnananna eins og í stoðþjónustu eða umsýslu. Þá opnar þetta einnig möguleika fyrir nemendur að taka fjölbreytt áhugaverð námskeið af ýmsum toga hvort sem er með aðstoð fjartæknibúnaðar eða náms á staðnum sem mun auka fjölbreytta reynslu ekki bara á sérsviðum skólanna heldur einnig á sviði tungumála og menningar. Þá mun þetta samstarf efla tengingar við atvinnulífið með starfsþjálfun, fjölga alþjóðlegum samstarfsaðilum og auka akademíska tengingu.

Evrópskt samstarf á sviði menntamála

Frá því á Gautataborgarfundinum 2017 hefur verið lögð áhersla á að efla samevrópskt samstarf æðri menntastofnana. Árin 2018 og 2019 urðu til 41 evrópsk samvinnuverkefni. Þar á meðal má nefna samstarf Háskóla Íslands um Aurora Alliance. Það er mikill akkur fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands að sameinast evrópska háskólanetinu.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image