Væntanleg bók um sauðfjárrækt á Íslandi

Í haust kemur út bókin Sauðfjárrækt á Íslandi. Það er útgáfufyrirtækið Uppheimar sem gefur bókina út í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Bókin er 300 blaðsíður í veglegu broti.

Á heimasíðu Uppheima segir: „Sauðfjárrækt byggir á aldagömlum merg og hefur verið samofin lífi Íslendinga frá öndverðu. Með því að nýta nánast allt sem sauðkindin gefur af sér hefur þjóðin lifað af margháttaða erfiðleika. Öflug sauðfjárrækt er stunduð á Íslandi og margvísleg nýsköpun henni tengd. Þrátt fyrir að fjárbúskapur eigi sér langa sögu sem mikilvæg atvinnugrein, er það ekki fyrr en með þessari bók að gefið er út alhliða fræðslurit um sauðfjárrækt á Íslandi. Sauðfjárrækt á Íslandi nýtist bæði starfandi bændum og öðru áhugafólki um sauðfé, sem og nemendum í búfræði, búvísindum og á námskeiðum um sauðfjárrækt.

Bókin er fróðleiksbrunnur öllum þeim sem áhuga hafa á atvinnusögu Íslands og tengslum sauðfjár við íslenska menningu.  Ritið er aðgengilegt og prýtt fjölda ljós- og skýringarmynda.“

Höfundar eru: Árni Brynjar Bragason, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Emma Eyþórsdóttir, Eyjólfur Kristinn Örnólfsson, Guðmundur Hallgrímsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Jón Viðar Jónmundsson, Ólafur R. Dýrmundsson, Sigurður Þór Guðmundsson og Svanur Guðmundsson.

Ragnhildur Sigurðardóttir ritstýrði. Þeir sem kaupa í forsölu fá bókina senda heim um leið og hún kemur úr prentun,áður en hún fer í almenna dreifingu og sölu.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image