Umsóknir um skólavist 2018

Nú þegar júní er að verða hálfnaður er tímabært að upplýsa um fjölda umsókna fyrir komandi skólaár. Samtals bárust LbhÍ 350 umsóknir um nám næsta skólaár, þar af um 160 í starfsmenntanám, búfræði og í garðyrkju.

Alls bárust 85 umsóknir í búfræði, þar af 25 í fjarnám. Búið er að afgreiða umsóknir í staðarnámið og voru 25 nemendur teknir inn að þessu sinni. Alls hafa tíu umsækjendur fyrir fjarnám fengið boð í viðtal.

Í garðyrkjunámið bárust 73 umsóknir og eru flestar þeirra í  garðyrkjuframleiðslu. Það er sambærilegt og þegar tekið var síðast inn fyrir tveimur árum.

Rúmlega 80 umsókir bárust í námskeiðaröðina Reiðmanninn í Endurmenntunardeild skólans, að þessu sinni er boðið upp á þrjá kennslustaði; í  Kópavogi, á Selfossi og á Sauðárkróki.

Umsóknir á fjórar námsbrautir í BS grunnnámi eru 80 talsins og hefur meginþorri þeirra fengið jákvæð svör við skólavist. Á sama tíma í fyrra bárust skólanum um 75 umsóknir í BS grunnnám.

Í framhaldsnám (MS) bárust 30 umsóknir, þar af 18 í starfsmiðað MS nám í Skipulagsfræðum.

Skólabyrjun

Skólaárið í búfræði hefst mánudaginn 20. ágúst kl. 9:00 með móttöku nýnema og hefst síðan kennsla samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 21. ágúst.

Í háskólanám (BS/MS) verður nýnemadagur sömuleiðis mánudaginn 20. ágúst kl. 9:00 og er skyldumæting fyrir alla nýnema fyrstu þrjá daga skólaársins, 20. -22. ágúst.

Garðyrkjunámið á Reykjum hefst mánudaginn 27. ágúst kl. 9.00 en 20. júní verður móttaka nýmema á Reykjum og síðan í Grasagarði Reykjavíkur daginn eftir og er áríðandi að allir mæti báða dagana.

Frá Nemendagörðum á Hvanneyri

Umsóknafrestur um húsnæði var til 10. júní. Úthlutun herbergja/íbúða á nemendagörðum verður lokið 1. júlí og svör send í tölvupósti, vinsamlegast athugið að staðfesta eða hafna þarf úthlutuninni fyrir 10. júlí. Húsvörður/staðgengill húsvarðar verður í Ásgarði 19. ágúst frá kl. 17 – 20 til að afhenda lykla. Hægt er að hafa samband í síma 843 5341 virka daga á milli 8:00 – 15:30.

Kennsluskrifstofa

Starfsmenn kennsluskrifstofu fara í sumarfrí 6. júlí og verður skrifstofan lokuð til og með 6. ágúst.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image