Tálgunarnámskeið á vegum Endurmenntunar LbhÍ

Viltu læra að tálga nytjahluti úr ferskum skógarvið, kunna að grisja tré og hvar má finna efni í einstök tálguverkefni? Á námskeiðinu Tálgað í tré sem haldið hefur verið á vegum Endurmenntunar LbhÍ frá 2008 læra þátttakendur örugg hnífsbrögð sem auka afköst og öryggi í tálgun með hníf og exi, hvernig á að umgangast og hirða bitáhöld í ferskum viðarnytjum. Þátttakendur læra að tálga nytjahluti og skrautmuni úr efni sem almennt er kallað garðaúrgangur, fullgera tálguhluti, þurrka, pússa og bera á, skefta, búa til sleif, fugl, bolla, snaga og það sem hugur þinn og geta leyfir. Námskeiðið er haldið föstudaginn 14. janúar kl. 16-19 og laugardaginn 15. janúar kl. 9-16 hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi (við Hveragerði). Kennari er Ólafur Oddsson verkefnisstjóri Lesið í skóginn og fv. fræðslustjóri Skógræktarinnar. Skráning og allar nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar LbhÍ www.endurmenntun.lbhi.is. Við minnum á að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja sér nám eða námskeið. 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframsleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image