Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir að ráða til starfa deildarfulltrúa við starfs- og endurmenntunardeild skólans á Reykjum í Ölfusi. Starfið felst aðallega í almennum skrifstofustörfum og þjónustu við nemendur og starfsmenn deildarinnar. Um er að ræða 50% starf. Umsækjandi þarf að geta hafið störf um áramót. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.
• Umsækjandi hafi menntun sem nýtist vel í starfi.
• Umsækjandi þarf að hafa góða almenna tölvuþekkingu.
• Áhersla er lögð á vandvirkni, skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Lipurð í mannlegum samskiptum er nauðsynleg.
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2018. Umsóknir sendist til mannauðsstjóra skólans, Örnu Garðarsdóttur,