Auglýst er eftir doktorsnema við Landbúnaðarháskóla Íslands til að vinna að rannsókninni: ForHot skógur: Áhrif jarðvegshlýnunar á kolefnishringrás íslensks skógarvistkerfis.
Rannsóknin snýr að svörun skógavistkerfa á Reykjum í Ölfusi við jarðvegshlýnun sem hófst eftir Suðurlandsskjálftann 2008. Rannsóknirnar beinast aðallega að breytingum á vaxtarferlum trjáa, ljóstillífun, rótaumsetningu, niðurbrotshraða, sem og annarri svörun jarðvegsþátta við hlýnun. Sjá frekari upplýsingar um verkefnið á www.forhot.is.
Rannsóknin er unnin í náinni samvinnu við tvo aðra doktorsnema við LbhÍ og Antwerpen-háskóla í Belgíu sem rannsaka áhrif jarðvegshlýnunar og niturákomu á graslendi á svæðinu og fleiri samstarfsaðila í Hollandi, Spáni, Eistlandi og á Norðurlöndum, auk Rannsóknarstöðvar skógræktar að Mógilsá o.fl. innlendra aðila. Rannsóknin er fjármögnuð af styrk frá Rannís.
Samhliða doktorsnáminu felst rekstur á ForHot verkefninu á Reykjum undir yfirumsjón leiðbeinenda. Meginstarfsstöð verður Reykir í Ölfusi (Garðyrkjuskólinn).
Frekari upplýsingar veitir Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við LbhÍ á
Menntunar- og hæfniskröfur:
• MS próf í skógfræði, umhverfis- og auðlindafræði, líffræði eða öðrum skyldum sviðum innan raunvísinda.
• Góð færni í íslensku og ensku.
• Umsækjandi verður að geta unnið sjálfstætt og hafa góða samskiptafærni.
Verkefnið er til þriggja ára og um fullt starf er að ræða. Laun eru skv. kjarasamningi Félags Háskólakennara og fjármálaráðherra. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Í framhaldi af ráðningu þarf að sækja formlega um doktorsnám við LbhÍ.
Umsóknarfrestur er til og með: 25 maí 2016 og gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf sem fyrst, en eigi síðar en 1 september 2016.
Umsóknarferli - Vinsamlega látið eftirtalin gögn fylgja með umsókninni:
i. Stutt greinargerð (hámark 2 bls.) þar sem umsækjandi lýsir af hverju hann hefur áhuga á framhaldsnámi á þessu rannsóknasviði og hvað hún eða hann telur sig hafa fram að færa við mótun og vinnslu verkefnisins.
ii. Ferilskrá
iii. Staðfest afrit af prófskírteinum
iv. Tvö meðmælabréf
Umsóknir sendist til Landbúnaðarháskóla Íslands, b.t. Kristín Siemsen, Ásgarði, Hvanneyri, 311 Borgarnes eða í tölvupósti á