Landbúnaðarháskóli Íslands auglýsir eftir rekstraraðila fyrir mötuneyti háskólans á Hvanneyri frá og með 10. ágúst 2024. Eldhús mötuneytisins er vel búið, með góðri vinnuaðstöðu og matsalur rúmar 200 gesti.
Helstu verkefni og ábyrgð
Meginverkefni mötuneytisins er hádegisverðarþjónusta fyrir starfsmenn og nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands. Mötuneyti LbhÍ sinnir jafnframt þjónustu við hópa sem heimsækja háskólann sem og fundi og námskeið á vegum hans.
Mötuneytið gæti einnig í samstarfi við ferðaþjónustuaðila eða aðra víkkað út starfsemi sína eftir atvikum svo lengi sem starfsemin stangast ekki á við hagsmuni og þarfir háskólans.
Umsóknir tilgreini reynslu og menntun á sviði matreiðslu og mötuneytisrekstrar, ásamt hugmyndum að útfærslu rekstursins.
Nánari upplýsingar veitir
- Guðmunda Smáradóttir, mannauðs- og gæðastjóri:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 433 5000 - Theódóra Ragnarsdóttir, rekstrarstjóri:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 433 5000